Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 70

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 70
68 öllum nýjungum í fræðigrein sinni, las mikið og ritaði talsvert í innlend og erlend læknarit. Hann fór oft utan til funda og fræðsluleitar meðal erlendra stéttarbræðra. Fáum mun tjl fulls kunnugt hið mikla starf Hannesar í kyn- sjúkdómavörnulrn þessa lands. Hann var hógvær maður, sem lét lítið yfir sér dg kunni vel að meta það traust, er sjúklingar sýndu, er þeir ópnuðu honum hug sinn allan varðandi sjúkdóm sinn og sjúkdómsorsakir. Hygg ég, að eigi hafi aðrir læknar hérlendis eða erlendis komizt lengra en hann í að rekja orsakir smitana og ná fullum trúnaði sjúklinga sinna, en slíkt er fyrsta skilyrði árangursríks starfs á þessu sviði. Hin prúða og rólega framkoma hans samfara hispursleysi og ágætri athyglisgáfu auðvelduðu honum starfið, svo að óvenjulegur árangur varð af. Hannes var mjög fjölhæfur maður sem hann og átti kyn til. Hann var hagur vel og átti mörg áhugamál. Sumarhús hans i Fossvogi og trjálundurinn þar bera um þetta ljós vitni, en öll mannvirki þar voru unnin af honum sjálfum og konu hans. Hannes var tæplega meðalmaður á hæð, grannholda, ljós yfir- litum, bláeygur, sviphreinn og fríður sýnum. Hvar sem hann fór vakti hin ljúfa og prúðmannlega framkoma hans athygli. Hann var hæggerður en þó skapmikill og hélt fast á sínum málstað, hver sem í hlut átti. Hann var drengur góður og allra manna sanngjarnastur. Hlédrægur var hann, en átti þó fjölmennan vinahóp, því trygglyndur var hann mjög. í viðræðum var hann skemmtilegur, oft orðheppinn og gamansamur og kunni mjög vel að koma fyrir sig orði. Hann var snyrtimenni hið mesta. Hann var kvæntur Valgerði Björnsdóttur Sigfússonar frá Grund í Svarfaðardal og konu hans Lilju Daníelsdóttur. Eru börn þeirra fjögur: Leifur, verkfræðingur í Reykjavík, Valgerð- ur og Lína Lilja, báðar stúdentar og giftar einnig í Reykjavík, og Helga, nemandi í Menntaskólanum. Dvelur hún í heima- húsum. Þungur harmur er kveðinn að ekkju og börnum Hannesar læknis við hið ótímabæra fráfall hans. Er mikið skarð fyrir skildi á heimilinu, því Hannes var óvenjulegur heimilisfaðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.