Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 71

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 71
69 Stéttarbræður og vinir sakna hins sanna manns og góða félaga- Þjóðin hefir misst einn sinna mætustu sona. Sigurður Sigurðsson. (Læknablaðið 1959, 8. tbl.). Helgi Tómasson. Sjaldan hefir mér brugðið meira heldur en er ég frétti lát Helga Tómassonar, og svo mun mörgum hafa orðið, er fregnin um andlát hans barst yfir landið með útvarpinu á laugardaginn var. Þeim, sem þekkt höfðu Helga Tómasson frá barnsaldri, fannst hann ávallt vera ungur og datt ekki í hug, að dauðinn ætti neitt erindi við slíkan mann. Þótt hann fengi blóðrásar- truflun í hjartað í vetur, datt okkur ekki í hug annað en hann myndi komast vel yfir það, enda var hann glaður og reifur og virtist hafa jafnað sig eftir það, svo að hann var farinn að ganga til vinnu sinnar, þegar allt í einu þyrmdi yfir hann, svo að ekki varð við ráðið. Gott er að fá að deyja svo snögglega, en hastar- lega er vegið að vandamönnum og vinum, sem þurfa tíma til að átta sig á þeirri miklu breytingu, sem er á lifandi manni og látnum, einkum er sá var bráðlifandi, sem lézt. Faðir Helga var Tómas læknir Helgason, Hálfdanarsonar prestaskólakennara, og konu hans, Þórhildar, sem var dóttir Tómasar Sæmundssonar. Oft varð mér hugsað til þessa langafa Helga, þegar hann beitti sér fyrir einhverju, sem hann taldi þjóðþrifamál. Atorkan og framfarahugurinn héldust í hendur og vinnugleðin stafaði af honum, þegar hann hafði tekizt á hendur nýtt viðfangsefni. Hann var hugsjónamaður, en enginn draumóramaður. Hann stóð ávallt föstum fótum á jörðinni og leit raunsæjum, glöggum augum á hvert viðfangsefni. Hann hafði snemma óbeit á allri hjátrú, en kunni vel að meta stað- reyndir og lét engan hagga sannfæringu sinni, þótt hún kynni stundum að fara í bága við trú og bábiljur annarra. Fyrir slíkan mann var í raun og veru erfitt að verða geð- veikralæknir á þeim tíma, sem Helgi Tómasson tók að nema þau fræði. Á námsárum okkar í Kaupmannahöfn, þegar við vorum báðir um tvítugt, var Helgi þegar ákveðinn að verða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.