Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Blaðsíða 72
70
geðveikralæknir. Ég man eftir því, að ég vék að því við hann
þá, að ég undraðist að hann skyldi vilja fara i sérgrein, sem
menn vissu lítið um eins og geðsjúkdómana, þar sem orsakir
flestra þeirra væru óþekktar og flestar kenningar því haldlausar.
Ekki gaf hann mikið út á það, en hélt sitt strik, hvað sem hver
sagði. Þannig var Helgi Tómasson þegar frá unglingsárunum:
Hann setti sér ákveðið mark og stefndi að því í fullri einbeitni,
viss um að sér myndi takast að ná því. Fortölur annarra höfðu
engin áhrif á hann- Við, sem þekktum hann bezt, gerðum okkur
Ijóst, að hann var óvenjulegur maður, og ekki var Helgi nema
tólf ára gamall, þegar ég var farinn að hugsa um hann sem efni
í mikinn mann, í fyrsta skipti sem sú hugsun hvarflaði að mér
um nokkurn af mínum bekkjarbræðrum. Skapgerð hans var svo
föst, viljinn svo einbeittur, tápið og vinnuþrekið eftir því, hugs-
unin frjáls og sjálfstæð, djörf og óhrædd að leggja út á nýjar
brautir, að auðséð var, að þar fór enginn venjulegur maður.
Samfara þessum góðu gáfum var hreinlyndi og drengskapur á
óvenjulega háu stigi, svo að óhugsandi var, að Helgi segði eða
gerði nokkuð á móti betri vitund.
Leiðir okkar skildu er ég hélt heim til að ljúka námi, en hann
hélt áfram í Danmörku, lauk námi þar 1922 og hóf síðan fram-
haldsnám í sjúkrahúsum í Danmörku. Þegar ég hitti hann
mörgum árum seinna á Bispebjergsjúkrahúsinu, spurði ég hann
enn á ný, hvort hann væri ákveðinn að fara í geðsjúkdómana.
Já, og þar var engan bilbug að finna. Hvort honum fyndist ekki
árangurinn af starfi læknisins vera fremur litill á því sviði?
Hann hafði þegar athugað það spursmál, en ég ekki. Niður-
staða hans var sú, að það væri viðlíka há hlutfallstala þeirra
sem fá bata í geðveikrahælum og sjúklinga í öðrum sjúkrahús-
um. Síðan minntist ég aldrei framar á það mál.
Þegar Helgi Tómasson valdi sér vísindalegt verkefni í dokt-
orsritgerð, sem hann varði 1927, var það um kalk, kalium,
natrium og sýrustig í blóði sjúklinga með þá tegund geðveiki,
sem algengust er á Islandi. Þar kom í ljós, að hann lét sér ekki
nægja að nema orð og kenningar um sjúkdómseinkenni og
hafði að engu hindurvitni um áhrif frá illum öndum, heldur