Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Side 93

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Side 93
91 Almennir stúdentafundir. Almennir stúdentafundir voru 3 haldnir, um landhelgismálið, dvöl varnarliðs hér á landi og lög Bóksölu stúdenta. 1) Landhelgismáliö var tekið fyrir á almennum fundi háskóla- stúdenta laugardaginn 15. nóvember 1958, að und^ngengnum tals- verðum umræðum um málið í stúdentaráði. Á fundinum var sam- þykkt tillaga, þar sem m. a. voru fordæmd harðlega ofbeldisverk brezkra herskipa í íslenzkri lögsögu. 2) Varnarmálin voru tekin til umræðu á almennum stúdentafundi þriðjudaginn 3. marz 1959. Fundurinn var haldinn vegna tilmæla frá 20 stúdentum, og urðu á honum miklar umræður, allsnarpar á köfl- um, enda skoðanir skiptar á umræðuefninu. Að lokum var samþykkt áskorun um brottför varnarliðsins eða að efnt yrði til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Þá var lýst yfir samstöðu við vestrænar lýðræðis- þjóðir og frelsishugsjónir þeirra. Var tillagan samþykkt með um 70 atkvæðum, en andstæðingar hennar höfðu þá flestir gengið af fundi. 3) Lög um Bóksölu stúdenta voru, samkv. ákvæðum 18. gr. laga SHÍ, borin undir aimennan stúdentafund, og var sá fundur haldinn fimmtudaginn 22. okt. 1959. Var frumvarp til laganna samþykkt þar, sjá þátt um Bóksölu stúdenta hér síðar. Hátíðahöld og skemmtanir. 1. desember. Það hefir um árabil verið eitt af fyrstu verkefnum nýkjörins stúdentaráðs að undirbúa hátíðahöld fullveldisdagsins. Svo var einnig í þetta sinn. Var samþykkt að helga hátíðahöldin 40 ára afmæli fullveldis íslands, og yrði um leið lögð eftir föngum áherzla á landhelgismálið og handritamálið. Fullveldishátíðin fór fram með eftirfarandi hætti: Kl. 11.00. Guðsþjónusta í kapellu háskólans. Prófessor Sigurbjörn Einarsson prédikaði. Organisti var Jón ísleifsson. Að öðru leyti sá Félag guðfræðinema um guðsþjónustuna. Kl. 13,30. Pétur Ottesen, alþingismaður, flutti aðalhátíðarræðu dags- ins úr útvarpssal. Kl. 15,30. Hátíðahald í hátíðasal háskólans: 1. Ávarp: Ólafur Eg- ilsson, stud. jur., form. SHÍ. 2. Stúdentakórinn söng nokkur lög. 3. Ræða: Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri. 4. 1. des. 1918: Samfelld dag- skrá, sem Gils Guðmundsson, rithöfundur, tók saman. Leikfélag stúd- enta sá um flutning dagskrárinnar. Brynja Benediktsdóttir, Bolli Gústavsson, Bernharður Guðmundsson, Jakob Möller og Tryggvi Gísla- son fluttu. 5. Einsöngur. Guðrún Tómasdóttir söng með aðstoð Magn- úsar Bl. Jóhannssonar. Kl. 18,30. Hóf að Hótel Borg. Dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.