Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 94
92
flutti ræðu, dr. Sigurður Þórarinsson skemmti með söng og gítar-
undirleik, stúdentakórinn söng, og loks sungu þeir Ágúst Bjarnason
og Jakob Hafstein glunta. Að lokum var stiginn dans.
Það var mál„manna, sem fylgdust með hátíðahöldunum, að vel
hefði tekizt til ujái þau. Ekki hvað minnsta athygli vakti ræða Péturs
Ottesens, alþingismanns, en hann var þá sá eini af þingmönnum ís-
lendinga, sem setið hafði á þingi allt frá árinu 1918.
Þess er rétt að geta, að forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
heiðraði stúdenta með nærveru sinni á fullveldisfagnaðinum að
Hótel Borg.
Þátttaka stúdenta í hófinu var með afbrigðum góð, en hefði að
skaðlausu getað verið meiri í hátíðasal háskólans.
Aðrar skemmtanir,
Fyrir utan hátíðahöldin 1. desember og hófið að Hótel Borg í sam-
bandi við það, gekkst SHÍ fyrir nokkrum öðrum skemmtunum.
í vikunni milli jóla og nýárs var haldin jólatrésskemmtun á Gamla
Garði fyrir stúdenta og börn þeirra. Var hún fjölsótt og þótti hið
bezta gaman.
Ennfremur gekkst SHÍ í samráði við Stúdentafélag Reykjavíkur
fyrir áramótafagnaði að Hótel Borg. Stóð sá fagnaður lengi og þótti
takast vel.
Sumarfagnað héldu SHÍ og Stúdentafélag Reykjavíkur sömuleiðis
sameiginlega í Lido. Þar var margt til skemmtunar, svo sem uppboð
á tómum brennivínsflöskum, sem nokkrir af listamönnum þjóðar-
innar höfðu skreytt, annað hvort með myndum eða vísum. Þar söng
og Karlakór háskólastúdenta.
Skömmu eftir að skóli hófst í haust, efndi stúdentaráð til fagnaðar
á Gamla Garði í tilefni af dvöl norrænu stúdentanna, sem þátt taka í
málanámskeiðinu hér.
Stúdentablað.
Stúdentablað kom út 5 sinnum á starfsárinu eða oftar en tíðkazt
hefir um langt árabil, og hefir blaðið aðeins þrisvar á um 35 ára ferli
sínum verið gefið oftar út.
Að venju var gefið út hátíðablað 1. desember og var það 84 síður
að stærð, en það er stærsta tölublað, sem nokkru sinni hefir verið
gefið út af blaðinu. í það rituðu m. a. ýmsir þjóðkunnir mennta-
menn um nokkra mikilvægustu þætti sjálfstæðismála íslenzku þjóð-
arinnar. í ritnefnd þessa tölubl. áttu sæti þeir Jósef H. Þorgeirsson,
stud. jur., ritstjóri, Ólafur B. Thors, stud. jur., Styrmir Gunnarsson,
stud. jur., Haraldur Henrysson, stud. jur., og Tryggvi Gíslason, stud.
phil.