Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Qupperneq 98

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Qupperneq 98
96 henni urðu alls 60 talsins, sem próf. Hreinn Benediktsson hafði á hendi, og var hópurinn tvískiptur. Síðan byrjaði próf. Steingrímur J. Þorsteinsson fyrirlestra um íslenzkar bókmenntir eftir árið 1350, en þeir voru 13 og fjölluðu m. a. um Dansa og önnur þjóðkvæði, Rímur, Siðaskiptatímann og lærdómsöld, Þjóðsögur og ævintýri, Nýöld, Leik- ritun, Skáldsagnaritun og nokkur helztu skáld síðustu alda. Loks hóf- ust fyrirlestrar próf. Einars Ól. Sveinssonar í fornbókmenntum; f jöldi þeirra var einnig 13, og efni þeirra m. a. eftirfarandi: Hávamál, Völu- spá, Dróttkvæða þáttur, Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld, Um sögurnar, Ari fróði, Snorri Sturluson, Eyrbyggja og uppsprettur henn- ar, og Njála. — Voru fyrirlestrar prófessoranna ýmist á sænsku, dönsku eða íslenzku. Það, sem hér hefir verið talið, voru meginþættir námskeiðsins. En auk þeirra var lagt mikið kapp á að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast sem flestum hliðum íslenzks þjóðlífs fyrr og nú. í þeim tilgangi voru fræðimenn í ýmsum ólíkum greinum fengnir til fyrir- lestrahalds. Af fyrirlesurum þessum má t. d. nefna próf. Ármann Snævarr, Björn Th. Björnsson, listfræðing, Björn Þorsteinsson, sagn- fræðing, dr. Jakob Benediktsson, próf. Jón Steffensen, dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, dr. Róbert A. Ottósson, tónskáld, Sigurð A. Magnússon, bókmenntagagnrýnanda, dr. Sigurð Þórarinsson, jarð- fræðing og Sverri Kristjánsson, sagnfræðing. Allmargar ferðir voru farnar á ýmsar söguslóðir hér í nágrenni Reykjavíkur og til annarra athyglisverðra staða, þar á meðal Þingvalla, Sogs, Geysis, Gullfoss, Hveragerðis, Borgarfjarðar, Suðurnesja og víðar. Fyrirlestrar þessir og ferðalög urðu mjög til þess að víkka sjóndeildarhring þátttakenda. Eiga fyrirlesarar og þeir aðilar, sem greitt hafa fyrir stúdentaráði í sambandi við ferðalögin á margvíslegan hátt, miklar þakkir skildar. Ástæða er til að geta sérstaklega þeirra aðila, sem tekið hafa á sig þyngsta fjárhagsbyrði vegna námskeiðsins, Alþingis og háskólans, og flytja þeim þakkir. Námskeiðinu lauk 5. nóv. Bókmenntakynningar. Bókmenntakynningar í hátíðasal háskólans með því fyrirkomulagi, sem tíðkazt hefir undanfarin 5 ár, voru á síðastliðnum vetri 2 talsins. Sú fyrri var kynning á verkum Þórbergs Þórðarsonar, en á hinni síð- ari var kynntur íslenzkur sagnaskáldskapur síðasta áratugs. 1) Kynningin á verkum Þórbergs Þórðarsonar fór fram sunnudag- inn 7. desember 1958. Þar flutti Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, erindi um rithöfundinn og verk hans, en að því loknu voru lesnir upp kaflar úr ýmsum verkanna: „Islenzkur aðall“, „Bréf til Láru“, Ævisögu sr. Árna Þórarinssonar, „Viðfjarðarundrin"; auk þess voru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.