Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Síða 7
5
sá vandi á höndum, að í ræðu á síðustu háskólahátíð var
ekki unnt að minnast liðins árs nema að litlu leyti. Hér er
því ætlunin að víkja lítillega að atburðum tveggja háskóla-
ára, 1960—1961 og 1961—1962.
Á síðustu háskólahátíð var minnzt þeirra háskólakennara,
er féllu frá á árinu 1960—1961. Á s.l. sumri andaðist Isleifur
Árnason fyrrv. prófessor, 62 ára að aldri. Hann gegndi pró-
fessorsembætti í lögfræði 1936—1948. Minnist ég með virð-
ingu og þakklæti þessa gegna kennara míns og fyrirrennara
í prófessorsembætti. Hann var mikill drengskapar- og mann-
kostamaður. Þótti öllum stúdentum hans vænt um hann, og
mátu þeir hann mikils. Þá vil ég einnig minnast þess, að um-
sjónarmaður Háskólans, Brynjólfur Kjartansson, andaðist 20.
sept. 1961. Hann gegndi umsjónarmannsstarfi við Háskólann
um 4 ára skeið með sæmd og prýði og ávann sér traust og
vinsældir í starfi sínu.
Á kennaraliði Háskólans hafa orðið æði miklar breytingar
á þessum tveimur árum. Fjögur prófessorsembætti hafa verið
veitt, og eru tvö þeirra ný að stofni til. Prófessorsembættið í
geð- og taugasjúkdómum, er stofnað var með lögum 51/1960,
var veitt frá 1. ágúst 1961 Tómasi Helgasyni lækni. Umsækj-
endur um embættið voru sex. Dómnefnd út af því embætti
var m. a. skipuð einum dönskum fræðimanni, prófessor Villars
Lund. Vek ég athygli á því, með því að slíkt er næsta fágætt
hér á landi, en vissulega er það styrkur fyrir háskóla vorn
að geta leitað til erlendra manna til dómnefndarstarfa, svo
sem altítt er erlendis. Þá var prófessorsembættið í íslenzkri
sagnfræði síðari alda veitt frá 15. september 1961 Þórhalli
Vilmundarsyni menntaskólakennara. Umsækjendur voru fimm.
Prófessorsembætti í viðskiptafræðum, er stofnað var með
lögum 51/1960 og síðar með fjárveitingu í fjárlögum, var
veitt Árna Vilhjálmssyni hagfræðingi frá 15. október 1961.
Umsækjendur um embættið voru tveir. Loks var Loftur Þor-
steinsson verkfræðingur skipaður prófessor í verkfræði frá
1. sept. 1962. Umsækjendur voru tveir um það embætti.
Þá hefir Guðlaugur Þorvaldsson deildarstjóri í Hagstofu