Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 10
8
sem öll hafa verið unnin af alúð og samvizkusemi og þegn-
skap við skólann.
Á s.l. háskólaári hafði prófessor Trausti Einarsson lausn
undan kennsluskyldu, en í stað hans var Loftur Þorsteinsson
verkfræðingur settur prófessor. Þá hafði prófessor Tómas
Helgason lausn undan kennsluskyldu, og kenndi Þórður Möller
yfirlæknir í hans stað. Ennfremur Heimir Áskelsson dósent,
og kenndu Gunnar Norland menntaskólakennari og Mr. Donald
Branderí hans stað.
Haustmisserið 1962 hafa þrír prófessorar og einn dósent
fengið lausn undan kennsluskyldu í því skyni að dveljast er-
lendis við rannsóknir og sumpart við kennslu, þ. e. prófessor-
arnir dr. Hreinn Benediktsson, er dvelst við Wisconsin-háskóla
sem gistiprófessor með styrk frá vísindadeild Atlantshafs-
bandalagsins, Magnús Már Lárusson, er starfa mun sem gisti-
prófessor við háskólann i Ábo með styrk frá þeim skóla, dr.
Matthías Jónasson, er dvelst í Múnchen við rannsóknarstörf,
og Jóhann Finnsson dósent, er dvelst við Alabama-háskóla við
framhaldsnám. 1 stað próf. Hreins mun kenna Bjarni Vil-
hjálmsson skjalavörður, í stað próf. Magnúsar kennir cand.
theol. Jón Sveinbjörnsson, og dr. Broddi Jóhannesson skóla-
stjóri í stað próf. Matthíasar Jónassonar.
Þá skal þess getið, að ný skipan hefir verið gerð á kennslu
í íslenzku fyrir erlenda stúdenta. Hefir dr. Finnbogi Guðmunds-
son verið ráðinn til að kenna byrjendum, en prófessorarnir
dr. Halldór Halldórsson, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, svo
og Bjarni Vilhjálmsson skjalavörður munu kenna þeim, sem
lengra eru komnir. Býð ég dr. Finnboga Guðmundsson og
Bjarna skjalavörð Vilhjálmsson velkomna til starfa hér við
Háskólann.
Á þeim tveimur árum, sem hér hafa verið gerð að umtals-
efni, hafa margir ágætir og tignir erlendir gestir sótt Háskól-
ann heim. Hans hátign Ólafur Noregskonungur kom í opin-
bera heimsókn í Háskólann hinn 1. júní 1961, og fór fram
sérstök hátíðaathöfn í því tilefni. I maí 1961 heimsótti Há-
skólann utanríkisráðherra Israels, frú Golda Meir, og í júní