Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 12
10
ið átak þarf til að skapa náttúruvísindamönnum vorum rann-
sóknarskilyrði við hæfi og svo á hinu, hversu brýn þörf er á
að efna hið fyrsta til kennslu í náttúrufræðum hér við Há-
skólann. Af hálfu skólans hafa nýverið verið lagðar fram til-
lögur um það efni, og er það von mín, að unnt verði að hefj-
ast handa um slíka kennslu mjög á næstunni.
Frá 15. sept. 1962 að telja varð sú breyting á deildaskipun
hér við Háskólann, að laga- og viðskiptadeild var greind í
tvær deildir, lagadeild og viðskiptadeild, svo sem háskólalög
mæltu fyrir um, eftir að þriðja prófessorsembættið í viðskipta-
fræðum var stofnað. Það embætti var að vísu veitt í október
1961, en réttara þótti að fresta aðgreiningu deildanna og miða
hana við upphaf nýs háskólaárs. Vil ég óska kennurum í deild-
unum tveimur til hamingju með þennan nýja starfsgrundvöll,
sem er betur við hæfi en eldri hættir.
Á árinu 1962 voru sett lög, er heimila stofnun tveggja nýrra
prófessorsembætta í tanniækningum. Er nú mikill hörgull á
tannlæknum hér á landi, og koma miklu fleiri menn á hvern
tannlækni hér en á hinum Norðurlöndunum. Ber brýna nauð-
syn til þess að stórefla tannlæknadeildina og búa hana svo
að mannafla og tækjum, að hún geti veitt viðtöku fleiri stúd-
entum en nú. Prófessorsembættin eru enn ekki veitt, en tann-
læknarnir Skúli Hansen, örn Bjartmars Pétursson og Þórður
Eydal Magnússon hafa tekizt á hendur kennslustörf við deild-
ina nú í haust. Býð ég þá velkomna til starfa. Prófessor Jón
Sigtryggsson hefir verið forstöðumaður þessa deildarhluta
læknadeildar frá upphafi og leyst þar af hendi starf, sem
raunverulega ætti að ætla mörgum mönnum. I sambandi við
tannlæknadeild þykir rétt að geta hinna merku og víðtæku
rannsókna á tann- og munnsjúkdómum landsmanna, sem tann-
læknadeild Alabama-háskóla hefir framkvæmt um margra
mánaða skeið nú að undanförnu í samvinnu við læknadeild
Háskólans. Er þetta vísindaframtak stórum þakkarvert, og
minnist ég þar sérstaklega dr. Volkers, forstöðumanns tann-
læknaháskóla Alabama-háskóla, og prófessors John Dunbars,