Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Side 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Side 16
14 hafa verið til greina á fjárlagafrumvarpinu allar fjárlagaóskir Háskólans. Veit ég ekki til þess, að slíkt hafi nokkru sinni gerzt og a. m. k. ekki síðustu ár eða áratugi. Marka þessar ánægjulegu undirtektir hæstvirtrar rikisstjórnar tímamót, og ekki sízt þegar haft er í huga, að í fjárlagaáætlun Háskólans þessu sinni voru sjö nýir liðir og miklu fleiri en nokkru sinni áður. Þess er einnig að geta, að á fjárlögum ársins 1962 var tekin upp fjárveiting til Háskólabókasafns, 150.000 krónur, en slík fjárveiting til bókakaupa hefir ekki verið á fjárlögum síðan 1920, þótt oft hafi verið leitað eftir henni. Nú er þessi fjárveiting hækkuð í 250.000 kr. samkvæmt ósk Háskólans, og er hér um mjög merka stefnubreytingu að ræða. Er höfuð- nauðsyn á því að efla vísindalegan bókakost landsmanna. 1 því efni þarf raunar við stórátak, og auk þess er mjög brýnt að auka starfslið Háskólabókasafns hið allra fyrsta. m. Rannsóknarstarfsemi Háskólans fer fram bæði í rannsókn- arstofnunum og utan þeirra, enda er Háskólinn í heild sinni rannsóknarstöð. Þykir vel hæfa að víkja á þessum vettvangi lítillega að starfsemi nokkurra rannsóknarstofnana. Islenzk orðabók og samning hennar er eitt markverðasta rannsóknarverkefni, er Háskólinn hefir beitt sér fyrir. Hefir verið unnið að því verkefni síðan 1944. Hafa nú verið orð- tekin flest óprentuð orðabókarhandrit, sem hér eru á Lands- bókasafni, svo og prentuð rit íslenzk frá upphafi prentaldar (1540) allt til 1850. Frá síðari tímum hafa verið orðtekin nokkur höfuðrit frá síðari helmingi 19. aldar, þ. á m. talsvert af tímaritum og blöðum, og enn fremur nokkuð af ritum frá þessari öld. Vinnuáætlun hefir verið gerð um úrval af ritum frá lokum 19. aldar allt til vorra daga, sem ástæða þykir til að orðtaka, og er nú starfað samkv. henni. Þrír fastir starfs- menn vinna að þessu verkefni. Á fjárlagafrumvarpi hefir feng- izt 100.000 króna viðbótarfjárveiting til orðabókarinnar, og standa vonir til, að unnt sé að auka starfslið. Er þess mikil þörf, þar sem geysimikil verkefni eru hér óleyst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.