Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Qupperneq 17
15
1 rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði hefir á s. 1. ári
verið unnið að rannsóknum á krabbameini í maga, og hafa
verið framkvæmdar víðtækar tilraunir á dýrum með ýmis-
konar fæðu manna, sem uggvænt þykir að sé völd að krabba-
meini.
1 Eðlisfræðistofnun Háskólans hefir verið haldið áfram seg-
ulmælingum og mælingum á geislavirkum efnum í lofti og úr-
komu. Ennfremur hefir verið fengizt við mælingar á geisla-
virku efni í matvælum. Tritium-mælingar í úrkomu og upp-
sprettuvatni hafa verið undirbúnar, og við það hefir stofnun-
in notið aðstoðar dr. Begemanns, sem starfað hefir hér á veg-
um Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
1 tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum hefir ver-
ið haldið áfram rannsóknum í miðtaugakerfi sauðfjár, rann-
sóknum á mæðiveiki, tilraun með bólusetningu gegn misling-
um, og fylgzt hefir verið með farsóttum, er veirur valda.
Einstakir prófessorar hafa birt ýmislegt af rannsóknum
sínum í ritum og ritgerðum á þessu tímabili, svo sem greint
mun verða í skrá um rit háskólakennara, sem vonandi kem-
ur út eftir fjögur ár. Fjölmargir kennarar Háskólans flytja
og árlega fyrirlestra innanlands og utan og margir þeirra
sækja ráðstefnur vísindamanna erlendis. Háskólaráð ákvað í
fyrrahaust að efna til flokks fyrirlestra, er nefndir voru af-
mælisfyrirlestrar Háskólans. Hafa fimm fyrirlestrar verið
haldnir. Er í athugun að birta fyrirlestrana í sérstakri bók.
Ýmsir háskólakennarar hafa flutt fyrirlestra í boði erlendra
háskóla, þ. á m. prófessorarnir Einar Ól. Sveinsson, Halldór
Halldórsson, Níels Dungal, Steingrímur J. Þorsteinsson, Trausti
Einarsson og Ármann Snævarr auk þeirra, sem í orlofi voru.
Ferðir erlendis eru starfsmönnum Háskólans ómetanlegar
— þær gera mönnum kleift að halda tengslum við erlenda
starfsbræður, sækja heim bókasöfn og rannsóknarstofnanir og
með þeim hætti fæst nokkur viðmiðun um það, hvar vér stönd-
um í vísindalegum efnum, en einangrun á sviði vísinda er ein
mesta hætta, sem að oss steðjar. Hún verður raunar að nokkru
rofin með því að visindalegur bókakostur sé aukinn og einnig