Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 27
25
„Löng er för, langir eru farvegar" má segja um nám það,
er í vændum er hér í Háskólanum. Ég árna yður allra heilla
í þeirri för, hræðizt ekki glímuna við ströng viðfangsefni, tak-
izt á við þau af alefli yðar, og þá mun yður takast að leysa
gátuna, hvað hinum megin býr — handan þeirra óárennilegu
fræðilegu virkja, sem nú blasa við sýn yðar.
Nýstúdentar.
Háskóli íslands fagnar yður í dag og býður yður velkomna
í vé sín. Það er einlæg von vor kennara Háskólans, að þér
roegið sækja hingað þekkingu og þjálfun og að dvölin hér
megi verða yður þroskasamleg og til mannbóta. Gjörið svo vel
að ganga fram og heitið því með handtaki að hlíta í hvívetna
lögum Háskólans og öðrum reglum.
Að svo mæltu afhenti rektor nýstúdentum borgarabréf, en
einn úr þeirra hópi, stud. oecon. Tómas Zoega, ávarpaði Há-
skólann af hálfu hinna nýju háskólaborgara. Nýstúdentar
sungu síðan Integer vitae. Rektor sleit athöfninni, og lauk
henni með því að samkomugestir sungu þjóðsönginn.
III. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Skipan háskólaráðs.
Háskólaráð var svo skipað:
Rektor, prófessor Ármann Snœvarr.
Forseti guðfræðideildar, prófessor, dr. Þórir Kr. Þórðarson
(frá 15/9 1961), vararektor Háskólans.
Forseti læknadeildar, prófessor Davíð Davíðsson (frá 15/9
1962).
Forseti lagadeildar, prófessor Theódór B. Ltndál (frá 15/9
1962).
Forseti heimspekideildar, prófessor, dr. Matthías Jónasson
(frá 15/9 1961). 1 fjarveru deildarforseta frá 31. ágúst 1962
til 28. des. s. á. gegndu starfa hans prófessorarnir dr. Halldór
4