Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 29
27
menntaskólakennari, dr. phil. Björn Sigfússon háskólabóka-
vörður, dr. phil. Finnbogi Guðmundsson dósent, dr. phil. Har-
aldur Matthíasson menntaskólakennari og mag. art. Hermann
Pálsson lektor. f dómnefnd áttu sæti: Prófessor Steingrímur J.
Þorsteinsson, formaður, tilnefndur af heimspekideild, próf. Jón
Helgason í Kaupmannahöfn, tilnefndur af háskólaráði, og dr.
Finnur Sigmundsson landsbókavörður, er menntamálaráðherra
skipaði. Embættið var veitt dr. phil. Bjarna Guðnasyni frá
1. ágúst 1963. Kennslu þá, sem prófessorsembættinu tilheyrir,
önnuðust prófessorarnir dr. Guðni Jónsson, dr. Steingrímur J.
Þorsteinsson og Þórhallur Vilmundarson frá því, er prófessor
Einari Ól. Sveinssyni var veitt lausn frá embætti sínu.
Tannlæknarnir Skúli Hansen og örn Bjartmars Pétursson
voru ráðnir til kennslustarfa í tannlækningum með prófessors-
launum, sbr. lög nr. 51, 27. apríl 1962, og Þórður Eydal Magn-
ússon tannlæknir með dósentslaunum.
Dr. Finnbogi Guðmundsson var skipaður dósent i íslenzku
frá 1. okt. 1962 til að annast íslenzkukennslu fyrir erlenda
stúdenta á 1. námsári. Framhaldskennslu önnuðust prófessor-
arnir dr. Halldór Halldórsson og dr. Steingrímur J. Þorsteins-
son, svo og cand. mag. Bjarni Vilhjálmsson skjalavörður.
Við upphaf skólaársins lét Erik Sönderholm cand. mag. af
störfum sendikennara í dönsku. Enginn sendikennari fékkst
á haustmisserinu, en við upphaf vormisseris tók stud. mag.
Laurs Djörup við störfum sendikennara. Frú Else Hansen
Bjarklind var ráðin aðstoðarkennari í dönsku þetta háskólaár.
Lic.-és-lettres Magnús G. Jónsson menntaskólakennari var
skipaður dósent í frönsku frá 1. jan. 1963 að telja.
Jóhann Finnsson dósent var að eigin ósk leystur undan dós-
entsstarfi í tannlækningum frá 1. sept. 1963 að telja.
Stofnað var nýtt lektorsstarf í lagadeild með kennsluskyldu
4 klst. á viku. Var Þór Vilhjálmsson borgardómari ráðinn til
starfsins til tveggja ára frá 26. júlí 1963 að telja, en hann
hefir verið aukakennari við lagadeildina síðan 1959.