Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Side 30
28
Orlof kennara.
Prófessor Magnús Már Lárusson fékk lausn undan kennslu-
skyldu haustmisserið 1962, og gegndi hann starfi gistiprófess-
ors við háskólana í Ábo. Jón Sveinbjörnsson cand. theol., fil.
kand. gegndi nokkrum hluta af embætti próf. Magnúsar.
Prófessor dr. Hreinn Benediktsson fékk lausn undan kennslu-
skyldu haustmisserið 1962. Dvaldist hann við Wisconsin-há-
skóla sem gistiprófessor með styrk frá vísindadeild Atlants-
hafsbandalagsins. Cand. mag. Bjarni Vilhjálmsson skjalavörður
gegndi embætti hans að nokkrum hluta.
Prófessor dr. phil. Matthías Jónasson fékk lausn frá kennslu-
skyldu haustmisserið 1962. Dvaldist hann mestan hluta þess
misseris við rannsóknir í Múnchen. Dr. Brodda Jóhannessyni
var falið að gegna embætti hans að hluta.
Jóhann Finnsson dósent fékk lausn undan kennsluskyldu,
og dvaldist hann við framhaldsnám við Alabama-háskóla.
Guðmundur Arnlaugsson dósent fékk lausn frá kennsluskyldu
haustmisserið, og dvaldist hann í Bandaríkjunum, þar sem
hann kynnti sér m. a. nýjungar í fræðigreinum sínum og ný-
mæli í kennsluaðferðum í stærðfræði og eðlisfræði.
Þór Vilhjálmsson lektor fékk lausn undan kennsluskyldu
haustmisserið til jóla, og kenndi cand. jur. Sigurður Líndal,
fulltrúi yfirborgardómara, í hans stað.
Gistiprófessorar.
Prófessor Herman M. Ward frá Trenton College, New Jersey,
var gistiprófessor í bandarískum bókmenntum allt háskólaárið.
Á vormisserinu störfuðu tveir gistiprófessorar við Háskól-
ann. 1 viðskiptadeild kenndi prófessor Gerhard M. Gerhardsen
frá verzlunarháskóla Noregs í Bergen. Er hann fyrsti gisti-
prófessorinn, sem hér starfar fyrir tilstyrk gjafar Landsbanka
Islands í tilefni 75 ára afmælis hans, sbr. Árbók Háskólans
1960—61, bls. 22. Prófessor Gerhardsen stóð fyrir seminörum
og hélt fyrirlestra um sérgrein sína, fiskihagfræði.
1 verkfræðideild var gistiprófessor dr. Per Bruun frá Flor-
ida-háskóla í Miami. Dvaldist hann hér á landi með styrk frá