Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 34
32
skólaráð gera tillögur um þóknun í samræmi við meginregl-
ur 2. liðar.
4. 1 öðrum tilvikum, sem ekki falla undir 1.—3. lið, sbr. t. d
mat á reikningsdæmum og úrlausnum þeirra, klíniskum æf-
ingum eða úrlausnum og mat á þeim o. fl., skal beita hliðstæð-
um reglum og þeim, er greinir í 1.—3. lið.
5. Deildarforsetar rita á reikninga prófdómenda til staðfest-
ingar.
Haustpróf.
Nokkrum stúdentum í heimspekideild og guðfræðideild var
leyft að taka haustpróf 1963.
Stúdentar og kandídatar.
Skrásettir stúdentar háskólaárið 1962—63 voru 852 og
skiptust svo á deildir: 1 guðfræðideild 23, í læknadeild 215, þar
af 44 í tannlæknisfræði og 12 í lyfjafræði lyfsala, í lagadeild
150, í heimspekideild 309, í verkfræðideild 46 og í viðskipta-
deild 109.
Brautskráðir kandídatar voru alls 71 og skiptast svo á grein-
ir: Guðfræði 3, læknisfræði 18, tannlæknisfræði 1, lögfræði 14,
íslenzk fræði 2, B.A.-próf 10, islenzkupróf fyrir erlenda stúd-
enta 2, viðskiptafræði 9, og fvrrihluta prófi í verkfræði luku 12.
Handritastofnun fslands.
Um upphaf og forsögu stofnunarinnar vísast til Árbókar
1961—1962, bls. 113—116.
Hinn 28. okt. 1962 var prófessor, dr. Einar Ól. Sveinsson
skipaður forstöðumaður Handritastofnunar Islands. Samkv.
3. gr. laga nr. 36/1962 kaus háskólaráð hinn 1. nóv. 1962 þrjá
menn í stjórn stofnunarinnar til fjögurra ára þá háskólarektor
Ármann Snævarr, varamaður prófessor Magnús Már Lárusson,
próf. dr. Halldór Halldórsson, varamaður próf. dr. Guðni Jóns-
son, og próf. dr. Hrein Benediktsson, varamaður próf. Þórhall-
ur Vilmundarson.