Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Side 38
36
Gjöf til Raunvísindastofnunar Háskólans.
Tveir forstjórar fyrirtækis afhentu rektor h. 30. okt. 1962
50.000 króna gjöf til Háskólans í tilefni 25 ára afmælis fyrir-
tækis þeirra. Fénu skal varið til að styrkja hina nýju raun-
vísindastofnun eftir nánari ákvörðun gefenda og rektors.
Styrkir.
Háskólaráð mælti með því, að Bergþóri Jóhannssyni yrði
veittur styrkur úr Minningarsjóði Olavs Brunborgs til náms
í grasafræði við Óslóarháskóla.
Hans Wulff forstjóri í Kaupmannahöfn átti frumkvæði að
því, að veittur var styrkur úr Minningarsjóði Heinrichs verk-
fræðings Wulffs, að upphæð danskar krónur 1500, til íslenzks
stúdents við nám í Kaupmannahöfn. Hlaut stud. polyt Sigurður
Þórðarson styrk þennan.
Styrkir til framhaldsnáms kandídata.
Á grundvelli greinargerðar, er rektor samdi, var kosin nefnd
til að gera tillögur um ofangreint málefni. I henni áttu sæti
próf. dr. Matthias Jónasson, próf. Guðlaugur Þorvaldsson og
dósent Sigmundur Magnússon. Skiluðu þeir tillögum um þetta
efni til háskólaráðs, er síðar gerði tillögur til fjárveitingar-
valds um aukna styrki í þessu skyni.
Jólasöngvar.
Síðasta kennsludag fyrir jól komu stúdentar og kennarar
saman í kapellu Háskólans og sungu jólasöngva. Forseti guð-
fræðideildar flutti stutta jólahugvekju.
Námstilhögun til B.A.-prófa.
Háskólaráð kaus nefnd til að fjalla um þetta mál. Var rekt-
or formaður, en aðrir nefndarmenn prófessor dr. Halldór Hall-
dórsson og dósent Heimir Áskelsson, tilnefndir af heimspeki-
deild, próf. dr. Leifur Ásgeirsson (varamaður próf. Magnús
Magnússon) og dósent Björn Bjarnason, tilnefndir af verk-
fræðideild.