Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 42
40
drætti Háskólans verði látinn renna óskertur til þarfa Há-
skólans, ef hinum formlegu tengslum verði slitið.
Frumvarp til laga um rétt manna til að kalla sig
verkfræðinga, húsameistara eða tæknifræðinga.
Verkfræðideild samdi að ósk háskólaráðs umsögn um frunv
varp þetta.
Frumvarp til laga um Kennaraskóla íslands.
Háskólaráð veitti umsögn um frumvarpið á grundvelli ræki-
legra álitsgerða deilda, og fylgdu þær umsögninni.
Loftskeytastöðvarhús.
Hinn 27. apríl 1963 ákvað háskólaráð, að ráðstafa skyldi
Loftskeytastöðvarhúsinu til afnota fyrir tiltekna starfsemi
Eðlisfræðistofnunar Háskólans til allt að þriggja ára. Háskól-
inn fékk húsið til nota að nokkru vorið 1963, en að nokkru
leyti það haust. Sbr. Árbók Háskólans 1961—1962, bls. 111.
Könnun á réttindum einstakra manna
yfir lóðahlutum á lóðasvæði Háskólans.
Rektor og háskólaritari framkvæmdu víðtæka rannsókn á
þessu máli og sömdu greinargerð um hana, er lögð var fyrir
háskólaráð.
Byggingarnefnd tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði.
Menntamálaráðherra skipaði í nóvember 1962 Pál A. Páls-
son yfirdýralækni formann ofangreindrar byggingamefndar.
Erindisbréf fyrir byggingarnefndir.
Háskólaráð gekk frá slíku erindisbréfi, er gildi almennt um
byggingarstarfsemi Háskólans, og jafnframt var byggingar-
nefnd Raunvísindastofnunar sett erindisbréf þetta. Fer það
hér á eftir: