Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 45
43
Þ. Gíslason, og prófessorarnir Árni Vilhjálmsson, Kristinn Stef-
ánsson og Ólafur Jóhannesson. Formaður stjórnar var kosinn
próf. Árni Vilhjálmsson.
Endurskoðendur voru kjörnir prófessorarnir Ólafur Björns-
son og Þórir Kr. Þórðarson.
Stjórn Stúdentagarðanna.
Háskólaráð kaus í maí 1963 þá prófessorana Magnús Þ.
Torfason og dr. Steingrím Baldursson aðalmenn, en til vara
prófessor dr. Hrein Benediktsson og Svavar Pálsson dósent,
í garðstjóm til tveggja ára.
Endurskoðendur liáskólareikninga.
Endurkjörnir voru prófessorarnir Kristinn Stefánsson og
Magnús Már Lárusson.
Bóksala stúdenta.
1 stjórn hennar var kosinn próf. Árni Vilhjálmsson, en til
vara próf. Guðlaugur Þorvaldsson.
Áttadagsgleði.
Stúdentaráð hélt áttadagsgleði í anddyri Háskólabíós á
gamlárskvöld. Var það góður mannfagnaður og fór vel fram.
Umsjónarmannsstarf.
Starfið var auglýst laust til umsóknar síðsumars 1962. Um-
sækjendur voru 14. Var frú Elísabet Jónsdóttir, er gegnt hafði
starfinu röskt ár, ráðin til starfsins á fundi háskólaráðs 28.
sept. 1962, sbr. 11. gr. 2. málsgr. háskólareglugerðar. Erindis-
bréf umsjónarmanns var endurnýjað og breytt að nokkru.
Fjárlög fyrir árið 1963.
Þau ánægjulegu tíðindi gerðust haustið 1962, að öll tilmæli
Háskólans um fjárveitingar samkv. fjárlögum voru tekin til
greina. Voru eftirfarandi 7 liðir nýir í fjárlagabeiðnunum:
1- til sérlestrarherbergja stúdenta, 2. námskeið fyrir norræna