Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Qupperneq 96
94
dr. phil. Jakob Benediktsson. Vörnin var tekin gild, og forseti
heimspekideildar, dr. phil. MattMas Jónasson, lýsti Bjama
Guðnason, mag. art., rétt kjörinn doctor pMlosopMae.
VIII. HÁSKÓLABÓKASAFN
Meginviðburðurinn var, að í fjárlögum fyrir árið 1963 var,
í stað 150 þús. kr. tillags 1962, tekið upp 250 þús. kr. framlag
til bókakaupa háskólans, og rann það, að fengnum tillögum
Bókasafnsnefndar, óskipt til Hbs.-notkunar. Þannig var, óform-
lega að vísu, mynduð sú hefð, að allur hinn árlegi bókaöflun-
arkostnaður safnsins veitist úr ríkissjóði, en ekki úr Sáttmála-
sjóði, og verði að takmarkast við hina veittu fjárhæð. Þetta
hafði ekki áhrif á fjárveiting til bóka í Landsbókasafni, en þar
var um leið, frá hausti 1962, bætt við bókaverði.
Að öðru leyti hélt Hbs. áfram að leita hnignunarástandi sínu
jafnvægis. Lestrarsalssætafjöldi þess var nú kominn niður í
tæp 5% af tölu innritaðra stúdenta. Unnið var þá að bættri
lestraraðstöðu í sérlestrarherbergjum á vegum sumra háskóla-
deilda. Tugþúsundir rita af þeim rúmum 100 þús. bd., sem
safnið geymdi, urðu að vera í kössum eða hlöðum enn um
skeið vegna rúmleysis.
Kennarar í bókavarðarfræðum voru nú aftur tveir, hinir
sömu og 1960/61.
Bókagjafir voru safninu drjúgur auki. Á seinni hluta árs
1962 voru þar skráð inn 4100 bd., sem prófessor Alvar Nelson
gaf úr dánarbúi föður síns, dr. Axels Nelsons, 1. bókavarðar,
Uppsölum. Keypt voru 1963 til viðbótar 750 bd. sama dánar-
bús. Með komu þessa merka safns styrktist aðstaða Hbs. á
allmörgum sviðum, þar sem húmanískar rannsóknir kynnu að
aukast hér eftir heimkomu Árnasafns.
Haustið 1962 eignaðist Hbs. ein 900 eftirlátin rit Skúla Magn-
ússonar frá Granastöðum, mest um ýmis þjóðlönd og tungu-