Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Side 97
95
mál, gegn greiðslu heimflutnings á þeim frá Ryomgaard, Jót-
landi, þar sem hann hafði lengst verið kennari. Happ þetta á
Hbs. einkum að þakka prófessor Lárusi Einarssyni, Árósum,
og konu hans.
Mikilvægasta bókagjöfin 1963 var arfur eftir Þorstein Kon-
ráðsson frá Eyjólfsstöðum, gefinn af fimmtán erfingjum hans.
Tónlistarsafn hans varð stofn að þeirri bókagrein í Hbs. Hitt
voru mest íslenzkar bækur, bundnar vel, sem koma sér ágæt-
lega í útlánaþörfinni. Þessu fylgdi skrifborð, skápar og kistl-
ar Þorsteins.
Stefán Einarsson prófessor afhenti Hbs. mörg erlend tíma-
rit og bækur, sem fyrstu afhending úr því bókasafni, sem
hann gefur háskólanum.
Félagið Anglia gaf hagfræðibækur úr safni sínu, og Sendi-
ráð Frakklands í Reykjavík gaf nýkeyptar bækur franskar,
hálft hundrað rita hvort. Gjafir frá Universitetsforlaget í Osló
og frá þeim erlendum stofnunum, sem Hbs. hefur skiptisam-
band við, héldust í sama gengi og getið var í fyrri árbókum
háskólans.
Björn Sigfússon.
IX. STYRKVEITINGAR
Ríkisstjórn Islands veitti eftirtöldum erlendum námsmönn-
um styrk til náms í íslenzkri tungu, sögu Islands og bókmennt-
um háskólaárið 1962—63: Jane Vaughan frá Ástralíu (fram-
haldsstyrkur), Kjartan Oskar Simonsen frá Danmörku, Leila
Gunnel Grönlund frá Finnlandi, Marie-Louise Schmidt frá
Frakklandi, Liv Joensen frá Færeyjum, John A. Claffey frá
Irlandi, Li Chih-chang frá Kína (framhaldsstyrkur), Bjarne
Fidjestöl frá Noregi, Gerlind Sommer og Renate Pauli (fram-
haldsstyrkur) frá Sambandslýðveldinu Þýzkalandi, Astrid Ohr-
lander frá Sviþjóð, Piero Conti frá Italíu og Igor N. Usov frá