Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 113
111
AUGLÝSING
um staðfestingu forseta Islands á breytingu á reglugerð
fyrir Háskóla íslands.
Forseti íslands hefur hinn 2. þ. m. samkvæmt tillögu ráðuneytis-
ins staðfest eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 76/1958, fyrir Há-
skóla íslands.
1. gr.
Upphaf 2. málsgr. 32. gr. reglugerðar nr. 76 17. júni 1958 orðist svo:
Skrásetningargjald er 500 krónur.
2. gr.
Reglugerð þessi tekur gildi þegar í stað.
í menntamálaráðuneytinu, 4. október 1962,
Gylfi Þ. Gíslason.
Birgir Thorlacius.
AUGLÝSING
um staðfestingu forseta Islands á breytingu á reglugerð
fyrir Háskóla íslands.
Forseti íslands hefur í dag samkvæmt tillögu ráðuneytisins stað-
fest eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 76 frá 17. júní 1958 fyrir
Háskóla íslands.
1. gr.
I 57. gr., 2, próftilhögun og tímamörk, bætist á eftir 3. málsgrein
ný málsgrein, er verður 4. málsgr., svofelld:
Við árspróf 1963 getur verkfræðideild heimilað stúdentum að
segja sig til prófs í einstökum námsgreinum. Enn fremur getur deild-
in leyft þeim að endurtEika árspróf einstakra námsgreina, án þess
að þeim sé skylt að endurtaka um leið sama árspróf annarra greina
eða önnur árspróf sömu greinar.
2. gr.
Reglugerð þessi tekur þegar gildi.
I menntamálaráðuneytinu, 30. marz 1963,
Gylfi Þ. Gíslason.
Birgir Thorlacius.