Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Page 114
112
AUGLÝSING
um staðfestíngu forseta íslands á breytingu á reglugerð
fyrir Háskóla tslands.
Forseti íslands hefur hinn 9. þ. m., samkvæmt tillögu ráðuneytis-
ins, staðfest eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 76 frá 17. júní
1958 fyrir Háskóla íslands:
1. gr.
84. gr. 2. töluliður orðist svo:
„í læknadeild 12: í efnafræði, í geðlæknisfræði, í handlæknisfræði,
í heilbrigðisfræði, í lífeðlisfræði og lífefnafræði, í líffærafræði, í lyfja-
fræði, í lyflæknisfræði, í meina- og sýklafræði og 3 í tannlæknisfræði.
Prófessorsembætti í tannlæknisfræði í klíniskum greinum skulu eigi
veitt öðrum en tannlæknum, sem stundað hafa í 3 ár hið skemmsta
sémám í aðalgrein prófessorsembættisins við háskóla eða aðra við-
urkennda stofnun. Prófessorsembætti í tannlækningum skal veita í
einni grein, en með kennsluskyldu til bráðabirgða í öðrum greinum,
ef þörf er á.“
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi.
í menntamálaráðuneytinu, 11. október 1963.
Gylfi Þ. Gíslason.
Birgir Thorlacius.