Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 8
6
farið heldur vaxandi s.l. ár, en þó ekki svo að miklu muni.
Tveir menn hafa lokið doktorsprófi við Háskólann síðan síð-
asta háskólahátíð var haldin, mag. art. Bjarni Guðnason varði
hinn 1. júní 1963 ritgerð sina um Skjöldungasögu fyrir dokt-
orsnafnbót í heimspeki, og hinn 19. okt. 1963 varði Ólafur
Bjamason yfirlæknir ritgerð sína um legkrabbamein á Islandi
fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði. Óska ég þeim til hamingju
með lærdómsframa þeirra.
Frá síðustu háskólahátíð hefir einn prófessor verið skipaður,
dr. Bjarni Guðnason í bókmenntum í heimspekideild, og tekur
hann við embætti dr. Einars Ól. Sveinssonar. Umsækjendur um
embættið voru 6. Ég býð prófessor Bjarna Guðnason velkom-
inn til Háskólans, og væntir Háskólinn sér mikils af kennslu
hans og rannsóknum. Svo sem greint hefir verið frá, var dr.
Einar Ól. Sveinsson skipaður forstöðumaður Handritastofnunar
Islands í október 1962, en hann er allt að einu prófessor við
heimspekideild Háskólans með takmarkaðri kennsluskyldu, svo
sem segir í lögum um stofnunina.
Frá síðustu háskólahátíð hafa 4 dósentar verið skipaðir, dr.
Finnbogi Guðmundsson til að annast kennslu og veita forstöðu
námskeiði í íslenzku fyrir erlenda stúdenta, Magnús G. Jónsson
dósent í frönsku, Sigmundur Magnússon dósent í blóðsjúkdóma-
fræði og blóðsjúkdómarannsóknum og Valtýr Bjarnason dósent
í svæfingum og deyfingum. Þá hefir 1 lektor verið skipaður,
Þór Vilhjálmsson í lögfræði. Þessir kennax’ar hafa allir kennt
áður við Háskólann, og ég árna þeim alla heilla í stöi’fum.
Þrír tannlæknar hafa verið ráðnir til kennslu í tannlækning-
um, þeir Skúli Hansen, Þórður Eydal Magnússon og örn Bjart-
mars Pétursson, en pi’ófessorsembættin tvö í tannlækningum,
sem stofnuð voru með lögum nr. 51/1962, hafa enn ekki verið
veitt. Hafa þeir allir leyst af hendi kennslustörf í grein, sem
brýn þjóðfélagsþörf er að efla til mikilla muna hið fyrsta.
1 upphafi vormisseris tók við störfum hér við Háskólann
danskur sendikennari, Laurs Djörup. Jafnframt var bætt við
stundakennara í dönsku.
Þrír sendikennarar hafa horfið fi’á stöi’fum við Háskólann,