Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 27
25
Mag. art. Baldur Jónsson var ráðinn til að halda námskeið í
fornensku fyrir stúdenta í íslenzkum fræðum.
Dr. Finnboga Guðmundssyni landsbókaverði var að eigin ósk
veitt lausn frá dósentsstarfi sínu frá 1. sept. 1964 að telja.
Davíð Erlingsson cand. mag. var ráðinn til að kenna erlend-
um stúdentum á 1. námsári íslenzku í stað dr. Finnboga.
Mag. art. Grethe Benediktsson var ráðin aðstoðarkennari í
dönsku.
Jóhann Finnsson, tannlæknir, tók að nýju við kennslustarfi
í tannlæknisfræði á vormisserinu.
Sendikennarar.
Franski sendikennarinn, lic. és lettres Regis Boyer, lét af störf-
um í lok háskólaársins 1962—63, en í upphafi árs 1963 tók
við því starfi ungfrú Anne Marie Vilespy, lic. és lettres.
Sænski sendikennarinn, fil. mag. Jan Nilsson, lét af störfum,
en við starfi hans tók fil. mag. Lars Elmér frá Lundi.
Framlengd var ráðning norska sendikennarans, cand. mag.
Odd Didriksens, til 1. júlí 1966.
Gistiprófessorar.
1 upphafi vormisseris kom til starfa gistiprófessor við Há-
skólann, próf. Paul B. Taylor frá Brownháskóla í Providence,
Rhode Island. Stóð Fulbrightstofnunin straum af dvöl hans
hér, en hann flutti hér fyrirlestra um bandarískar bókmenntir,
svo sem gert höfðu fyrirrennarar hans, prófessorarnir H. Lok-
insgard, D. Clark, G. Thompson og H. Ward.
Mag. art. Ulf Kjær-Hansen og prófessor Max Kjær-Hansen
dvöldust hér á landi vormisserið, sinn helminginn hvor, og
gegndu þeir störfum gistiprófessora við viðskiptadeild með
stuðningi hinnar ágætu gjafar Landsbanka Islands í tilefni 75
ára afmælis, sbr. Árbók 1960—61, bls. 22.
Prófessor Arvid Syrrist frá tannlæknaháskólanum í Malmö
dvaldist hér á landi í janúar 1964 og hélt námskeið í barna-
tannlækningum fyrir tannlæknastúdenta.
4