Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 23
21
Það er stórt orð háskólaborgari, og hér eiga við orðin „no-
blesse oblige“. Þér hafið öll heyrt um hið akademíska frjáls-
ræði og hafið sjálfsagt heyrt það vegsamað. Ég get, að þér
munið lengi hafa litið hýru auga til hins fyrirheitna frelsis og
teljið yður hafa hlotið mikið hnoss, þar sem það er. Hið aka-
demíska frelsi er raunar frá sögulegu sjónarmiði frelsi háskóla-
kennara til að setja fram kenningar sínar eftir eigin sannfær-
ingu, og það frelsi skyldi aldrei skerða, svo og frelsi stúdenta
til að velja sér í stórum dráttum námsgrein eftir vild sinni.
Það er rangtúlkun á hugtakinu akademísku frelsi, að það sé
mönnum aflátsbréf til að slá slöku við námið. öðru nær. Með
því frjálsræði, sem yður er búið í flestum deildum Háskólans,
er yður sýnt mikið trúnaðartraust — Háskólinn lýsir yfir því,
að þér séuð fullþroska fólk með slíkri ábyrgðarkennd, að þér
þarfnizt ekki jafn ríks aðhalds og ögunar sem þér sætið í þeim
skólum, sem fóstrað hafa yður fram til þessa. Hið akademiska
frelsi gerir miklar kröfur til yðar, það skapar yður mikil færi
á að leita einstaklingsbundinnar menntunar og beita náms-
tækni, sem löguð sé að þörf hvers stúdents. En varið yður á
hinum snöggu umskiptum. Gætið vel að þessu fjöreggi yðar.
Haldið svo á, að yður verði það til þroska, og níðist hvorki á
því né öðru því, sem yður er trúað til.
Enginn kafli ævi yðar er arðvænlegri til þess að dýpka og
fylla menntun yðar en sá, sem nú fer í hönd. Liggur mikið við,
að þér verjið tíma yðar vel og viturlega á háskólabraut. Ein-
beitið yður við nám yðar, leggið yður öll fram um góðan ár-
angur, lærdóm og trausta þjálfun og þá list, sem öllum er æðri
— að læra að vinna. Verið brennandi í andanum, svo sem segir
í helgri bók. En unnið yður jafnframt færis á að fást við sitt
hvað annað en námsgrein yðar, sem gerir yður að meiri mönn-
um, víðsýnni og skyggnari á fegurð og sönn verðmæti mann-
legs lífs. Njótið eftir föngum lista og fagurra bókmennta, og
reynið að kynna yður öndvegisrit íslenzkra bókmennta. Minn-
izt þess, að enn í dag „ornar fátt betur / allri ætt vorri / en
Egill og Snorri“.