Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 37
35
skólarektor Ármann Snævarr, formaður, og prófessorarnir dr.
Halldór Halldórsson og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson. Fyrsta
úthlutun úr sjóðnum fór fram 14. ágúst 1964, og hlaut mag.
art. Ólafur Pálmason 40.000 kr. styrk.
Hinn 6. júlí 1964 stofnuðu hjónin frú Selma Langvad, f. Guð-
johnsen, og Kaj verkfræðingur Langvad sjóð við Háskólann,
og var stofnfé hans 120.000 danskar krónur eða 750.000 ísl.
krónur. Er sjóðnum ætlað það hlutverk að efla menningar-
samband íslands og Danmerkur. Þriggja manna stjórn stýrir
sjóðnum; er rektor formaður, en tvo stjórnarmenn tilnefna
stofnendur, og skal annar vera Islendingur, en hinn Dani. Þessi
sjóður er einn meðal öflugustu sjóða Háskólans. Skipulagsskrá
sjóðsins var staðfest hinn 14. sept. 1964, og er skipulagsskráin
nr. 220 þ. á. Er hún prentuð á bls. 114. 1 stjórninni eiga sæti
auk rektors dr. Broddi Jóhannesson og Sören Langvad verk-
fræðingur.
Styrkir.
Styrkur úr Styrktarsjóði Hannesar Árnasonar var auglýstur
til umsóknar 21. janúar 1964, en engin umsókn barst.
1 janúar 1964 voru Jónatan Þórmundssyni, cand. jur., veitt
verðlaun úr Verðlaunasjóði dr. juris Einars Arnórssonar fyrir
afburða vel leyst skrifleg verkefni í refsirétti og réttarfari við
embættispróf í lögfræði í janúar 1964.
Styrkir til félagsstarfsemi.
Á fjárlögum voru 80.000 kr. veittar í þessu skyni, og annaðist
háskólaráð um úthlutun fjárins. Þá var einnig veitt nokkurt
fé úr Prófgjaldasjóði til félagsstarfsemi.
StyrktarsjóSur læknanenia.
Háskólaráð samþykkti breytingu á samþykkt fyrir styrktar-
sjóð læknanema að ósk félags læknanema og að fengnu sam-
Þykki áskilins meiri hluta þeirra, er lagt höfðu fé til sjóðsins.