Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 131
129
hartnær 300 manns. Kynnt var nám í einstökum deildum Háskóla
íslands og nám og námstilhögun í þeim skólum erlendis, sem íslend-
ingar hafa einkum sótt til. Þá voru og gefnar upplýsingar um lán-
veitingar til stúdenta, bæði þeirra, sem nám stunda hér heima og
erlendis.
Kynning þessi heppnaðist með ágætum. Þetta er í annað sinn, sem
efnt er til slíkrar kynningar (einnig árið á undan), og hefur Stú-
dentaráð ásamt SÍSE staðið að báðum.
Kynning þessi var liður í þeirri samvinnu, sem Stúdentaráð hefur
tekið upp við SÍSE. Er æskilegt, að sú samvinna verði í framtíðinni
sem mest og bezt.
íþróttalíf.
íþróttalíf meðal stúdenta hefur sjaldan verið blómlegra en síðast-
liðið ár. Mörgu má sennilega þakka þann vaxandi áhuga, en mestu
þó, að íþróttafélag stúdenta hefur verið endurvakið og meiri festa
og skipulag þar af leiðandi á öllum íþróttaæfingum og keppnum.
Að frumkvæði nokkurra áhugamanna og Benedikts Jakobssonar
íþróttaþjálfara var boðað til aðalfundar í íþróttafélaginu haustið
1963. Var þar kosin stjórn, en formaður hennar er Páll Eiríksson
stud. med. Fyrir forgöngu félagsins hafa siðan verið haldin íþrótta-
mót í handknattleik, körfuknattleik og knattspyrnu með góðri þátt-
töku. Keppt er milli deilda. Auk þessara kappmóta æfir mikill fjöldi
stúdenta í þessum íþróttagreinum og öðrum í íþróttahúsinu. Þrek-
æfingar eru og vel sóttar.
C. Utanríkismál.
Erlendir gestir.
í maí s.l. vor kom hingað til landsins júgóslavneskur stúdent, Z.
Rogic, í boði Stúdentaráðs. Rogic var einn fimm stúdenta í júgó-
slavneskri sendinefnd, sem heimsótti Norðurlöndin fimm. Var þetta
gagnkvæm heimsókn, því að norræn sendinefnd fór til Júgóslavíu
sumarið 1961. í þeirri för var einn íslenzkur stúdent.
Rogic dvaldist hér í fjóra daga og gerði Stúdentaráð sér far um að
kynna honum sem flestar hliðar íslenzks þjóðlífs.
29. nóv. 1963 kom hingað norskur stúdent, Jan-Erik Korsæth,
einnig í boði Stúdentaráðs. Var hann fulltrúi norska stúdentaþingsins
á fullveldisfagnaði.
Utanferöir.
í byrjun ágúst s.l. heimsótti fulltrúi Stúdentaráðs, Úlfar Guð-
17