Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 31
29
Prófessor Valter Jansson frá Uppsalaháskóla hélt tvo fyrir-
lestra í boði heimspekideildar hinn 12. nóv. um „Islándskans
stállning bland de nordiska spráken“ og hinn 14. nóv. „Her-
mann Paul — Ferdinand de Saussure — Adolf Noreen“.
Próf. Arvid Syrrist frá Tannlæknaháskólanum í Malmö hélt
fyrirlestur 30. jan. í boði Háskólans um tannvernd, sérstaklega
með flúor í vatni.
Prófessor Johannes Andenæs frá Ósló flutti tvo fyrirlestra
í boði lagadeildar, annan 19. marz um norsku stjórnarskrána
frá 1814 og þróun norsks stjórnskipunarréttar 1814—1964, en
hinn 21. marz um nokkra þætti í bandarísku lagakerfi.
Brezka skáldið W. H. Auden las úr verkum sínum í hátíða-
sal 13. apríl í boði Háskólans.
Dr. Peter Hallberg, dósent, frá Gautaborgarháskóla, flutti
fyrirlestur í boði heimspekideildar 21. apríl um höfundagrein-
ingu íslenzkra fornsagna eftir málseinkennum þeirra.
Próf. Richard Finn Tomasson frá University of Illinois flutti
fjóra fyrirlestra um félagsfræði 21.—27. apríl í boði Háskól-
ans og með styrk frá Fulbrightstofnuninni.
Dr. Paul Dudley White flutti fyrirlestur í boði læknadeildar
4. maí: „Kransæðasjúkdómar í ýmsum löndum heims“.
Próf. W. E. von Eyben frá Kaupmannahöfn flutti hinn 8. júní
fyrirlestur í boði Háskólans: „Retsvidenskab og retspraksis“.
Próf. Per Stjernquist, prorektor Háskólans í Lundi, flutti
fyrirlestur í boði Háskólans hinn 9. júní: „Aktuella forsknings-
frágor inom humanistisk ráttsforskning".
Próf. Carl H. J. Borgström frá Ósló flutti tvo fyrirlestra í
boði heimspekideildar 2. og 3. júní um „Noen nyere synspunk-
ter om indoeuropeisk sprákforskning, særlig avlyden" og „Nor-
disk spráklig innflytelse pá skotsk-gelisk“.
Dr. Richard Beck flutti fyrirlestur í boði Háskólans 12. júní:
),Níutíu ára afmæli vestur-íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi".
Ór. jur. Sjur Lindebrække, bankastjóri frá Björgvin, flutti
fyrirlestur í boði Háskólans hinn 2. júlí: „Samstarf ríkis og
atvinnuvega".