Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 41
39
skólaráðs voru kosnir í nefndina prófessorarnir Loftur Þor-
steinsson og Þórir Kr. Þórðarson, stúdentaráð tilnefndi þá
Auðólf Gunnarsson, stud. med., og Ellert Schram, stud. jur.,
en menntamálaráðherra skipaði Stefán Hilmarsson, banka-
stjóra, formann nefndarinnar.
Norræna húsið.
Háskólaráð ákvað að láta þess kost, að Norræna húsið yrði
reist á lóðasvæðum Háskólans fyrir austan Nýja stúdentagarð-
inn. Norræna húsið verður reist fyrir framlög allra Norður-
landaríkjanna, og verða þar m. a. vinnuherbergi norrænu
sendikennaranna, og enn fremur er gert ráð fyrir nokkru
kennslurými þar, svo og lestrarsal í bókasafni. Hyggur Háskól-
inn hið bezta til samstarfs við forráðamenn stofnunarinnar.
Styrkir vegna erlendra andmæienda við doktorspróf o. fi.
Háskóla- og visindadeild Evrópuráðs hefir ákveðið að úthluta
styrkjum til háskóla, er geri þeim kleift að fá erlenda prófdóm-
endur eða andmælendur til starfa, einkum við doktorspróf.
Bókasafnsnefnd.
1 henni áttu sæti almanaksárið 1964 prófessorarnir Guðlaug-
ur Þorvaldsson, Guðni Jónsson, Jón Steffensen, Magnús Már
Lárusson, formaður (í fjarveru hans Björn Magnússon), Magn-
ús Magnússon og Magnús Torfason.
Tónlistarnefnd.
1 hana voru kjörnir dr. Jakob Benediktsson, dr. Róbert A.
Ottósson og prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson.
Happdrætti Háskólans.
Próf. Pétur Sigurðsson lét að eigin ósk af störfum fram-
kvæmdastjóra Happdrættisins, en skrifstofustjóri Páll H. Páls-
son var ráðinn framkvæmdastjóri í hans stað.
Með upphafi árs 1964 jókst velta happdrættisins um 75%
vegna hins nýja flokks, sem við var aukið samkv. lögum nr. 14,