Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 34
32
„I. að gera áætlun um rekstur og starfstilhögun við reikni-
vélina og hefja undirbúning að starfrækslu hennar,
II. að semja við stofnanir (þ. á m. rannsóknarráð rikisins)
og fyrirtæki um afnot af vélinni gegn hæfilegri greiðslu
og skapa þannig öruggan rekstrargrundvöll fyrir hana,
III. að athuga um öflun hentugs húsnæðis og semja um leigu,
ef til þess kemur,
IV. að ráða starfslið við reiknivélina,
V. að gera tillögur til háskólaráðs um endanlega skipan á
stjórn rafeindareiknisins. Stjórnin skal hafa samráð við
rektor um málefni, er varða háskólann í heild og um
önnur málefni, ef ástæða þykir til.“
Um III. lið vísast til þess, er segir hér næst á undan um
Raunvísindastofnun Háskólans.
Nýhyggiiig í þágu Háskólans og Handritastofnunar.
Á fundi háskólaráðs 16. janúar 1964 lagði rektor fram grein-
argerð og tillögur um nýbyggingu í þágu I-Iáskólans, og var
lagt til, að samvinna væri höfð við Handritastofnun Islands um
þá byggingu. I greinargerðinni var m. a. reifuð þörf á auknu
húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir, vinnuherbergi kennara
og húsnæði fyrir rannsóknarstofur, svo og þörf á auknum
lestrarsölum. Eftir miklar umræður var nefnd kosin á fundi
háskólaráðs 12. marz 1964 til að kanna málið enn frekar og
undirbúa það, áður en það sætti fullnaðarafgreiðslu í háskóla-
ráði. I nefndinni áttu sæti rektor, háskólaritari og prófessorarnir
Árni Vilhjálmsson og Hreinn Benediktsson. Hinn 18. júní 1964
réð háskólaráð málinu til lykta með ályktun, þar sem mælt
var fyrir um skipun 5 manna byggingarnefndar. I ályktun-
inni segir meðal annars: ,,.... Með tilvísun til endurskoð-
aðrar áætlunar framangreindrar nefndar um fjölda kennslu-
stunda næsta áratuginn, fellst háskólaráð á, að umfram 5
kennslustofur (fyrirlestrarsali og seminarherbergi) verði til
húsa í byggingunni lestrarsalir fyrir stúdenta, og hafi stúdent-
ar í íslenzkum fræðum forgangsrétt til setu þar, en þess sé gætt