Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 19
17
fyrra og sérstaklega nú þetta haust. Næsta ár eru allar horfur
á, að miklu fleiri stúdentar verði brautskráðir hér á landi en
nokkru sinni fyrr eða um 320, og líklegt er, að 1966 braut-
skráist úr íslenzkum menntaskólum upp undir 350 stúdentar
eða 10.6% af 20 ára aldursárganginum miðað við 8.7% að
meðaltali 1958—1962. Ef þar er um ríkjandi þróun að ræða,
sem allar horfur eru á, má þykja líklegt, að 1970 verði stúdent-
ar við Háskólann framt að 1500 og 1980 um eða yfir 4000. Slík
stúdentafjölgun krefst mikiis viðbúnaðar, bæði um húsnæði,
kennslukrafta og aukið og fjölbreyttara námsefni. Er aðkall-
andi nauðsyn, að þegar í stað verði hafizt handa í þessu efni
með samstilltu átaki Háskólans og ríkisvaldsins. Um aukna
kennslustarfsemi vil ég aðeins geta þess hér, að höfuðþörf er
á að efla kennslu til B.A.-prófa, en það verður ekki gert nema
með viðbótarhúsnæði og með mikilli aukningu kennslukrafta.
Jafnframt þarf að koma við rannsóknarstofnunum í sambandi
við þessa kennsludeild, og hygg ég, að slíkar stofnanir gætu
verið til ómetanlegs liðsinnis við skólana í landinu, en þeim er
sýnilega þörf á margs konar aðstoð, ef kennslukrafta- og
kennsluaðstöðu á að nýta sem skyldi, beita á haganlegum
kennsluaðferðum og koma við tímabærum umbótum. Sérfræð-
ingar við slíkar rannsóknarstofnanir ættu að vera til ráðuneyt-
is um mótun stefnumiða í skólastarfi og skólakerfi. Bíða Há-
skólans mikil verkefni í sambandi við kennaramenntunina, þótt
ekki verði það rætt hér gerr.
Mikil þörf er á að hefjast handa um byggingar í þágu lækna-
deildar til kennslu og rannsókna í læknisfræði, tannlæknis-
fræði og lyfjafræði lyfsala. Er það vitaskuld mikilvægt í hverju
þjóðfélagi að búa vel að þessum fræðigreinum, en kennslu- og
rannsóknaraðstöðu í þeim er nú mjög ábótavant.
Þá væri æskilegt að hefja svo fljótt sem tök eru á byggingu
Náttúrugripasafns, sem ég tel að ætti að tengja Háskólanum,
°g yrðu ýmsir starfsmenn þar þá kennarar við Háskólann í
náttúruvísindum. Hlýtur það að vera hið mesta keppikefli og
metnaðarmál fyrir Háskólann, að kennslu verði komið upp í
þeim mikilvægu greinum svo fljótt sem verða má, og hefir Há-
3