Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 12
10
III.
Ég skal nú víkja að gjöfum, sem Háskólanum hafa borizt
síðustu mánuðina.
Tveir forstjórar fyrirtækis hafa gefið væntanlegri Raun-
vísindastofnun Háskólans 50.000 kr. að gjöf, sem verja skal í
þágu stofnunarinnar, þegar hún er komin upp, samkvæmt
ákvörðun háskólaráðs. Gefendur hafa ekki látið nafna sinna
getið. Er þetta mikilsmetin gjöf, sem er stórum þakkarverð.
Úr dánarbúi Auðholtssystkina hafa Háskólanum verið
greiddar kr. 47.500,00 til stofnunar Minningarsjóðs systkinanna
frá Auðsholti, Elínar, Isleifs og Sigríðar Jakobsbarna. Mun há-
skólaráð setja sjóðnum skipulagsskrá á næstunni. Þessi dánar-
gjöf er mikils metin, og þakka ég hana hér með.
Á siðustu háskólahátíð var skýrt frá hinni miklu bókagjöf
prófessors Alvars Nelsons. Tímaritasafn föður hans fylgdi ekki
með í þeirri gjöf. Hins vegar var Háskólanum veittur kostur
á að kaupa það, en það er mjög verðmætt safn tímarita eink-
um í klassískum fræðum og menningarsögu. Veitti Clara Lach-
mans-sjóðurinn í Gautaborg 5000 sænskar krónur í þessu skyni,
sem Háskólinn metur mikils, en ríkissjóður lagði fram 10.000
krónur sænskar til kaupanna. Sá atbeini ríkissjóðs réð bagga-
muninn um að unnt var að ráðast í þessi kaup, sem eru mikil-
væg fyrir Háskólann. Er það ánægjuefni, að bókasafn dr.
Axels Nelsons, hins ágæta bókavarðar og bókavinar, hefir kom-
ið óskert til Islands. Vil ég geta þess, að mjög hefir notið við
atbeina prófessors Dags Strömbácks í þessu máli.
Hinn 16. sept. s.l. afhentu börn og barnabörn hjónanna Mar-
grétar Ó. Jónasdóttur og Þorsteins Konráðssonar frá Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal Háskólanum til eignar tónlistar- og bóka-
safn þeirra hjóna. Þann dag hefði Þorsteinn orðið níræður,
ef lifað hefði, en hann andaðist 1959. Er þetta vandað og ágætt
bókasafn, margt valinna íslenzkra rita, þar á meðal nokkrar
fágætar bækur fyrri alda. Tónlistarritin eru merkilegur og
kærkominn bókastofn, sem háskólabókasafn hefir þar með
eignazt í þeirri grein, og eiga þau vonandi eftir að verða að