Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 36
34
slíka tölvu, er gerir mönnum unnt að færast í fang ýmsar þær
rannsóknir, sem ella væri ekki hægt að fást við.
Egill forstjóri Vilhjálmsson tilkynnti Háskólanum með bréfi
19. maí 1964, að hann færði Háskólanum að gjöf 50.000 krónur
á ári í næstu 3 ár, samtals 150.000 krónur, til að styrkja ung-
an, efnilegan og reglusaman læknakandídat til framhaldsnáms
og sérnáms í æða- og hjartasjúkdómafræðum.
Hinn 16. júní 1964 skýrðu nokkrir skólafélagar, vinir og
vandamenn Guðmundar heitins Jónassonar, B.A., frá Flatey
á Skjálfanda, frá því, að ákveðið hefði verið að afhenda Háskól-
anum 100.000 krónur að minningargjöf. Skal fjárhæð þessari
varið til byggingar fyrirhugaðs stúdentaheimilis, sérstaklega
til öflunar húsnæðis fyrir stúdentaráð. Guðmundur Jónasson
lauk B.A.-prófi frá Háskólanum árið 1955, en á háskólaárum
sinum var hann áhugasamur um félagsmál stúdenta og var um
skeið starfsmaður stúdentaráðs. Hann lézt hinn 16. júní 1962.
Sjóðir.
Stjórn Minningarsjóðs frjálsrar verzlunar á Islandi hefir tek-
ið til starfa. 1 stjórninni eiga sæti: Erlendur Einarsson, for-
stjóri, tilnefndur af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Sigurður
Magnússon, kaupmaður, tilnefndur af Kaupmannasamtökum
Islands, og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, tilnefndur af
Verzlunarráði Islands, svo og prófessorarnir Árni Vilhjálmsson
og Ölafur Björnsson, tilnefndir af viðskiptadeild.
1 stjórn sjóðsins Norðmannsgjafar voru kosnir háskólarektor
Ármann Snævarr, próf. Hreinn Benediktsson og Jóhann Hann-
esson skólameistari. Breyting var gerð á skipulagsskrá Norð-
mannsgjafar í samráði við stofnanda sjóðsins í því skyni að
taka af hugsanlegan vafa um túlkun tiltekins ákvæðis. Skipu-
lagsskráin er nú nr. 36 frá 6. marz 1964, en fyrri skipulagsskrá
nr. 141, 6. okt. 1961 er úr gildi numin. Hin nýja skipulagsskrá
er prentuð á bls. 112.
Staðfest var skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð dr. Rögnvalds
Péturssonar til eflingar íslenzkum fræðum. Er hún nr. 79, 11.
maí 1964, prentuð á bls. 113. 1 stjórn sjóðsins voru kosnir há-