Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 18
16
það mikilvægt hlutverk sitt að stuðla að auknu samstarfi við
Norðurlandaþjóðir, hefir háskólaráð ákveðið með samþykki
Reykjavíkurborgar að bjóða forráðamönnum stofnunarinnar
lóð undir húsið á lóðasvæðum sínum, og er nú unnið að teikn-
ingum að þessari stofnun, sem miklar vonir eru við tengdar.
I sambandi við lóðasvæði Háskólans þykir rétt að greina frá
því, að mikið hefir verið unnið að heildaráætlunum um skipu-
lag á lóðasvæðunum, og er það geysilega yfirgripsmikið verk-
efni. Orkar ekki tvímælis, að það er eitt vandasamasta verkið,
sem að höndum hefir borið hér í Háskólanum frá upphafi vega.
Eitt af því, sem skapar mikla örðugleika við úrlausn slíks verk-
efnis, er skorturinn á heildstæðum áætlunum um framtíðar-
starfsemi Háskóians og einstakra deilda hans og stofnana til
frambúðar. Slíkar áætlanir þurfa að styðjast við vandlega
könnun á þörfum á sérfræðingum í einstökum greinum og at-
hugunum á nýjum verkefnum fyrir Háskólann í kennslu og
rannsóknum og eflingu þeirrar starfsemi, sem þegar er fyrir
hendi. Hér þarf að sjálfsögðu einnig að gera áætlanir um,
hvers fjölda stúdenta megi vænta við Háskólann næstu ára-
tugina. Kanna þarf og vendilega, hversu þörfum stúdenta á að-
stöðu til félagslegra iðkana verði fullnægt, því að ótvírætt er,
að það er eitt af brýnustu verkefnum hvers háskóla að stuðla
eftir föngum að félagslegri velgengni stúdenta sinna. Hér þarf
að fara fram víðtæk úttekt á starfsemi Háskólans og annarra
vísindastofnana, og könnun á vísindalegum mannafla eftir grein-
um, kynjum og aldri háskóiamanna o. fl., svo og á þörfum
þjóðfélagsins á vísindalega menntuðum mönnum.
Mikil verkefni blasa við í starfsemi Háskólans næstu árin.
Oss er margs vant, og flest af því er ærið aðkallandi. Aðal-
bygging Háskólans er, sem fyrr greinir, orðin alltof lítil, og er
húsnæðisskorturinn mikill fjötur um fót í nauðsynlegum um-
bótum í kennsluháttum og rannsóknarstarfi. Er þetta mikið
áhyggju- og kvíðaefni. Horfast ber í augu við þá staðreynd,
að sú stórfellda fjölgun nemenda, sem orðið hefir í gagnfræða-
skólum og menntaskólum að undanförnu, er nú komin lang-
leiðina að Háskólanum, og sér hennar raunar merki bæði í