Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 23

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Síða 23
21 Það er stórt orð háskólaborgari, og hér eiga við orðin „no- blesse oblige“. Þér hafið öll heyrt um hið akademíska frjáls- ræði og hafið sjálfsagt heyrt það vegsamað. Ég get, að þér munið lengi hafa litið hýru auga til hins fyrirheitna frelsis og teljið yður hafa hlotið mikið hnoss, þar sem það er. Hið aka- demíska frelsi er raunar frá sögulegu sjónarmiði frelsi háskóla- kennara til að setja fram kenningar sínar eftir eigin sannfær- ingu, og það frelsi skyldi aldrei skerða, svo og frelsi stúdenta til að velja sér í stórum dráttum námsgrein eftir vild sinni. Það er rangtúlkun á hugtakinu akademísku frelsi, að það sé mönnum aflátsbréf til að slá slöku við námið. öðru nær. Með því frjálsræði, sem yður er búið í flestum deildum Háskólans, er yður sýnt mikið trúnaðartraust — Háskólinn lýsir yfir því, að þér séuð fullþroska fólk með slíkri ábyrgðarkennd, að þér þarfnizt ekki jafn ríks aðhalds og ögunar sem þér sætið í þeim skólum, sem fóstrað hafa yður fram til þessa. Hið akademiska frelsi gerir miklar kröfur til yðar, það skapar yður mikil færi á að leita einstaklingsbundinnar menntunar og beita náms- tækni, sem löguð sé að þörf hvers stúdents. En varið yður á hinum snöggu umskiptum. Gætið vel að þessu fjöreggi yðar. Haldið svo á, að yður verði það til þroska, og níðist hvorki á því né öðru því, sem yður er trúað til. Enginn kafli ævi yðar er arðvænlegri til þess að dýpka og fylla menntun yðar en sá, sem nú fer í hönd. Liggur mikið við, að þér verjið tíma yðar vel og viturlega á háskólabraut. Ein- beitið yður við nám yðar, leggið yður öll fram um góðan ár- angur, lærdóm og trausta þjálfun og þá list, sem öllum er æðri — að læra að vinna. Verið brennandi í andanum, svo sem segir í helgri bók. En unnið yður jafnframt færis á að fást við sitt hvað annað en námsgrein yðar, sem gerir yður að meiri mönn- um, víðsýnni og skyggnari á fegurð og sönn verðmæti mann- legs lífs. Njótið eftir föngum lista og fagurra bókmennta, og reynið að kynna yður öndvegisrit íslenzkra bókmennta. Minn- izt þess, að enn í dag „ornar fátt betur / allri ætt vorri / en Egill og Snorri“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.