Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 24
Hafréttarstofnun íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við
Háskóla ístands og var henni komið á fót árið 1999 í samvinnu við utanríkis-
ráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið. Meginmarkmið stofnunarinnar er að
treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar.
Háskóli íslands og íslensk erfðagreining efna til samstarfs
Nemendum við Háskóla íslands gafst um haustið tækifæri til að sækja námskeið
í mannerfðafræði í umsjón vísindamanna og sérfræðinga fslenskrar erfða-
greiningar (ÍE). Námskeiðið er liður í samstarfi ÍE og Háskólans en viljayfirlýsing
um frekara samstarf var undirrituð í lok ágúst af Kára Stefánssyni. forstjóra ÍE.
og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla ístands.
Við undirritun samningsins sagði Kári Stefánsson m.a. að ÍE hefði um nokkurt
skeið kannað hvernig hún gæti stutt við áherstu Háskóla íslands á aukið vægi
rannsókna- og framhaldsnáms í líf- og heitbrigðisvísindum. „Ég vona að þetta
námskeið sem við höfum sett saman sérstaklega fyrir framhaldsnemendur sé
aðeins fyrsta skrefið í átt að auknu samstarfi íslenskrar erfðagreiningar og
Háskóla íslands, sem ég er viss um að gæti gagnast báðum aðilum vel."
Kristín Ingólfsdóttir rektorsagði það Háskólanum ómetanlegt að njóta fulltingis
vísindamanna ÍE við að mennta nemendur Háskóla íslands í framhaldsnámi. „Hluti
af áætlun okkar um að styrkja Háskóla ístands er að efna til náins samstarfs við
háskóla, vísindastofnanir og fyrirtæki sem fremst standa á sínu sviði í heiminum.
Vísindamenn ÍE eru á heimsmælikvarða. fyrirtækið er leiðandi í heiminum og
hefur lagt mikið af mörkum til uppbyggingar íslensks þekkingarþjóðfélags. Ég
hlakka til aukins samstarfs og treysti því að samvinnan verði beggja hagur."
Námskeiðinu í mannaerfðafræði er ætlað að veita nemendum innsýn í nýjustu
rannsóknir og kenningar á fræðasviðinu. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna
aðferðirog úrvinnslu gagna úr viðamiklum gagnasöfnum við erfðarannsóknir á
algengum og flóknum erfðasjúkdómum og m.a. verða til úrlausnar raunveruleg
viðfangsefni úr erfðarannsóknum Islenskrar erfðagreiningar.
Háskóli íslands og Jarðarstofnun Columbia-háskóla undirrita
samkomulag um samstarf
Háskóli íslands og Jarðarstofnun Columbia-háskóla (The Earth Institute at Columbia
University) gerðu í júní formlegan samstarfssamning um rannsóknir og kennslu til
næstu fimm ára. Áhersta verður lögð á verkefni á sviði loftlagsbreytinga. sjálfbærrar
þróunar og þróunar tækni til að bregðast við og draga úr loftslagsbreytingum.
Samkomulagið var undirritað af Kristínu Ingólfsdóttur. rektor Háskóla Islands. og
Jeffrey D. Sachs. forstöðumanni Jarðarstofnunarinnar. og gerir ráð fyrir samstarfi
milli vísindamanna, stúdenta og kennara stofnananna og viðkomandi starfseininga.
deitda og stofnana. Undirritun samningsins fór fram að viðstöddum Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta íslands, sem varötud hvatamaðurað gerð hans.
Undirritun samningsins var hluti af alþjóðlegu samráðsþingi um loftslagsbreyt-
ingar sem Jarðarstofnunin stendur regtulega fyrir og fer nú fram í þriðja sinn. að
þessu sinni í Reykjavík. Þingið sóttu rúmlega 150 stjórnendur fjölþjóðlegra
stórfyrirtækja. stofnana. félagasamtaka og yfirvalda alls staðar að úr heiminum
og var markmið þess að leita leiða til að þróa heildstæða og alþjóðlega stefnu um
aðgerðir til að draga úr áhrifum mannsins á loftslag jarðar jafnframt því að auka
hagsæld og velferð alls staðar í heiminum.
Jafnframt því að veita forstöðu Jarðarstofnunni er Jeffrey Sachs prófessor í sjálf-
bærri þróun við Columbia-háskóla og prófessor í stjórnun og stefnumótun í
heilbrigðismálum (Health policy). Sachs. sem nýverið var útnefndur einn af 100
áhrifamestu leiðtogum heimsins af tímaritinu Time. er heimsþekktur fyrir ráðgjöf
til ýmissa ríkja um efnahagslegar umbætur en ekki síður fyrir baráttu sína með
alþjóðlegum stofnunum og samtökum til að draga úr fátækt. koma böndum á
útbreiðslu landlægra sjúkdóma og baráttu til að fá lækkaðar skuldir fátækari
þjóða til þeirra ríkari. Hann er sérlegur ráðgjafi Kofi Annan. aðalritara Sameinuðu
þjóðanna. um áætlun samtakanna til að draga úr fátækt. heilsubresti og hungri í
heiminum fram til ársins 2015.
Vísindamenn Háskóla íslands hafa gegnt mikilvægu hlutverki í rannsóknum um
sjálfbæra þróun á íslandi. Má þar nefna rannsóknirá nýtingu fallvatna, jarðvarma
og fiskveiðistofna og við þróun á nýtingu endurnýjanlegra og nýrra orkugjafa eins
og vetnis. Árið 1998 stóð Háskóli íslands m.a. að stofnun íslenskrar nýorku og
samstarfi við Shell Hydrogen. Norsk Hydro og DaimlerChrysler.
22