Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2006, Page 38
almenningi. Jafnframt er vefur Háskólans orðinn ein skilvirkasta leiðin til að
kynna opna viðburði sem þessa. Sem dæmi má nefna að á virkum dögum fyrstu
vikuna í febrúar heimsóttu að jafnaði tæplega 11.000 gestir vefinn.
Námskynning Háskóla íslands 2006
í lok febrúar kynnti Háskóli fslands námsframboð sitt skólaárið 2006-2007. bæði í
grunnnámi og á framhaldsstigi. Allar 11 deildir skólans kynntu starfsemi sína og
bæði kennarar og nemendur voru á staðnum til að svara fyrirspurnum og miðla
af reynslu sinni. Einnig kynntu starfsemi sína Námsráðgjöf Háskólans og ýmsir
þjónustu- og samstarfsaðilar. svo sem Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaráð,
Lánasjóður íslenskra námsmanna. Endurmenntun. Alþjóðaskrifstofa háskóla-
stigsins og fleiri. Að venju var vandað mjög til námskynningarinnar enda gestir
hennar að taka einhverja stærstu ákvörðun ævinnar. möguleikarnir margir og
mikilvægt að vanda valið.
Margir þeirra sem koma að kynna sér framhaldsnám eru að koma afturtil náms
eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Möguleikar þeirra hafa aukist gríðarlega á stutt-
um tíma því framboð á meistara- og doktorsnámi er einn helsti vaxtarbroddurinn
í starfsemi Háskóla íslands og nú er framhaldsnám í boði við allar deildir skól-
ans. Einnig eru fjölmargir möguleikar í viðbótarnámi.
Tæplega 300 mismunandi námsleiðir eru við Háskólann. Þessi mikla fjölbreytni í
námsframboði þýðir meðal annars að mikill sveigjanleiki er í samsetningu náms-
ins. Þverfræðilegt nám verður sífellt mikilvægara því samtíminn kallar á að fólk
hafi fjölþætta og haldgóða þekkingu. Meðal nýrra námsleiða skólaárið 2006-2007
voru nám í skurðhjúkrun, umhverfis- og náttúrusiðfræði. heilbrigðis- og lífsið-
fræði. hagnýt menningarmiðlun. hagnýt ritstjórn og útgáfufræði. fjármál fyrir-
tækja. vísindasiðfræði, hagnýtt nám í samfélagstútkun og fjármálahagfræði.
Vefur Háskólans hlaut vottun fyrir aðgengi fyrir fatlaða notendur
Vefur Háskóla íslands. www.hi.is. hlaut vottun um að hann standist kröfur um
aðgengi fyrir fatlaða notendur. Háskólinn er fyrsta íslenska menntastofnunin sem
hlýtur þessa vottun en ráð um málefni fatlaðra við Háskóla íslands kom verkefn-
inu á laggirnar haustið 2005. Vottunin er liður í framkvæmd stefnu Háskólans um
að vefur skólans verði virkur upplýsingamiðill fyrir alla notendur.
Lagfæringará vef vegna vottunar voru í umsjón vefstjóra Háskótans og hugbúnað-
arfyrirtækisins Lausnar. en fyrirtækið Sjá ehf. og Öryrkjabandalag íslands veittu vott-
unina. Hún byggist á alþjóðlegum stöðlum um aðgengi (Website Accessibility Initiat-
ive). Meðal endurbóta er möguleiki á leturstækkun fyrir sjónskerta og breyttur bak-
grunnslitur fyrir sjónskerta notendur. en þær stillingar henta sömuleiðis lesblindum
notendum. Einnig er hægt að vafra um háskólavefinn án þess að nota mús. vefurinn
hefur verið sniðinn að öllum hetstu vöfrum og hann má skoða í skjálesara. Flýtileiðir
standa til boða inni í meginmáli vefsins. allar myndir hafa skýringartexta og allar
virknisíður (t.d. leit í símaskrá) hafa skýrar leiðbeiningar samkvæmt stöðlunum.
Undur vísindanna
Undur vísindanna kallaðist röð fimm námskeiða um vísindi handa fjölskyldum á
vegum Vísindavefsins. Endurmenntunar Háskóla (slands og Orkuveitunnar.
Fræðimenn úr Háskóla íslands fjölluðu á lifandi og skemmtilegan hátt um eðlis-
vísindi hversdagslífsins. furður skynjunarinnar. örtækni og erfðafræði og hvernig
vísindakenningar geta gagnast í daglegu lífi. Námskeiðin voru haldin í húsakynn-
um Orkuveitunnar. Hugmyndin var að í stað þess að fara með börnunum á bíó á
laugardegi væri tilvalið að leiða þau inn í heim vísindanna - en námskeiðsgjald
var hið sama og bíómiði með poppi í hléi og einu kókglasi! Námskeiðin fjölluðu
um undur örtækninnar (umsjón: Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Raunvís-
indastofnun), undur erfðanna (umsjón: Zophonías 0. Jónsson, dósent í erfða-
fræði). undur vísindanna (umsjón: Þorsteinn Vilhjálmsson. prófessor í eðlisfræði
og vísindasögu). undur skynjunarinnar (umsjón: Árni Kristjánsson. lektor í sál-
fræði, og Heiða María Sigurðardóttir, B.A. i sátfræði). og undrin í lífi Ragnars
Reykáss: Eðlisvísindi hversdagslífsins (umsjón: Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði.
og Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði).
Háskóli unga fólksins
Um miðjan júní yngdist nemendahópur Háskóla íslands þegar Háskóla unga
fólksins var hleypt af stokkunum í þriðja sinn. Skólinn var ætlaður ungu fólki
fæddu á árabilinu 1990-1994 og stóð yfir í eina viku. dagana 12.-16. júní. í boði
voru 20 námskeið úr hinum ýmsu deildum og skorum Háskóla íslands og spönn-
uðu þau allt frá kennslu í indverskum fornmálum til útskýringa á myndun vetrar-