Ársrit Fiskifélags Íslands - 01.01.1933, Page 27
25
e. Aflamagn. Afli var mikill strax fyrst á vertíðinni. í febrúar nam
aflamagnið, eftir þvi, sem næst varð komist, 213 fiskum á 1000
öngla að meðaltali, eða fiski á fimta hvern öngul. í byrjaðan
marz hafði aflamagnið aukist upp í 305 fiska, því að 8 og einkum
10 vetra fiski hafði fjölgað stórlega. Á hinn bóginn hafði 9 vetra
fiski farið nokkuð fækkandi. Fyrst í apríl hafði dregið mikið úr
aflanum aftur, því fiski á öllum aldri (nema elzta fiskinum, sem
yfirleitt veiddist sáralítið af) hafði fækkað mikið, þó einkum 9
vetra fiski. Síðast í apríl færðist aflinn aftur nokkuð í aukana,
vegna þess að 9 og 10 vetra fiski fjölgaði nokkuð aftur, en þegar
komið var fram í maí hafði ný fækkun átt sér stað, einkum
á 9 vetra fiskinum.
Tafla 15. Þorskur, Keflavík, 1932. Fjöldi fiska á 1000 öngla.
Aldur 22, febrúar 9. marz 7. april 23. aprí/ 11. maí
VII 18 15 10 9 3
VIII 29 59 40 39 39
IX 131 112 43 71 41
X 32 109 77 89 78
XI -j- 3 10 15 2 9
Samtals 213 305 185 210 170
Sé borið saman aflamagnið á lóð í Vestmannaeyjum og Kefla-
vík, er það auðsætt, að um lögmál í sveiflum aflans hefir verið
að ræða (sjá töflu 16). í Vestmannaeyjum náði aflamagnið þrisvar
sinnum hámarki, nefnilega siðast í febrúar, síðast í marz og í
miðjan mai, og á meðan á hámörkunum stóð, aflaðist 354, 286
og 167 fiskar að meðaltali á 1000 öngla. í Keflavík náði aflinn
einungis tvisvar hámarki, nefnilega í miðjan marz, og fyrst í maí,
og hámörkin námu 327 og 233 fiskum að meðaltali á 1000 öngla.
Sé nú gert ráð fyrir, að fyrsta hámarkið í Vestmannaeyjum og
fyrsta hámarkið í Keflavík, svari hvort til annars, kemur tvent í
Ijós. í fyrsta lagi koma Keflavíkurhámörkin á eftir Vestmannaeyja-
hámörkunum, en það bendir strax í áttina til þess, að um austan-
göngur hafi verið að ræða. í öðru lagi eru Vestmannaeyjahámörkin
stærri en samsvarandi hámörk í Keflavíkuraflanum, nefnilega 354
á móti 327 og 282 á móti 233, og loks vantar þriðja Vestmanna-
eyjahámarkið í Keflavikuraflanum. Einnig það bendir á að um
austangöngur hafi verið að ræða, því þá mátti einmitt búast við