Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 26
22
BÚNAÐARRIT.
að sá grasfræi fyrsta sinn sem sáð er eða ekki fyr en
sáð heflr verið höfrum eða rófum eitt ár, eða sitt árið
hvoru áður en flagið er gert að túni með grasfræsáningu.
Til þessara tilrauna eru teknir 36 arar, og þeim að öllu
leyti hagað eftir ákvörðun Akureyrar-fundarins. Til-
raunum þessum verður lokið eftir 6 ár, og fyr verður
engin skýrsla um þær gefin.
8. R ú g u r.
í fyrra sumar seint í ágúst var sáð vetrarrúgi í
nokkurn reit. Lifði hann allvel af veturinn, en var þó
heldur gisinn, enda ekki þétt sáð. Rúgstöngin varð
hátt á þriðju alin, og hæstu stengur fullar 3 álnir, og
vantaði mjög lítið á, að rúgurinn næði fullum þroska.
Miðsumarsrúgur frá síðasta ári dó að mestu út í
vetur, nema strjálingstoppar. I þeim varð stöngin um
2x/2 alin á hæð, og örfá öx. náðu fullum þroska. — I vor
var sáð rúg í 230 f.2 (8 ara). Hann varð mjög þéttur, en
svo lágvaxinn, að ilt var að slá hann, þar eð landið var
æði-hnausótt. Var því hestum gróðrarstöðvarinnar beitt á
hann í haust, og sparaðist við það heygjöf handa þeim
nokkurn tíma. í sumar 20. ágúst var aftur sáð vetrar-
rúg. Kom hann vel upp, en skemdist sjálfsagt nokkuð
af vatnsgangi eftir rigninguna miklu um miðjan október.
9. Smittun fræs ogplantna.
í fyrra var byrjað á tilraunum með smittun fræs og
plantna af blásmára (lucernum). I sumar var þessum
tilraunum haldið áfram, og eftir ráðstöfum Akureyrar-
fundarins var einnig byrjað á tilraunum með smittun
smárafræs með „Nitragin", og ennfremur var vallarfoxgras
smittað með sérstöku smitti, sem ætlað er fyrir aðrar
jurtir en belgjurtir (Azotobacter). Var smittað bæði
fræið og plönturnar, en bakteríumold var ekki notuð.
Blásmárinn, sem sáð var í fyrra, dó að miklu leyti út
í vetur; eftirtekja varð mjög lítil af honum í sumar, og