Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 53
BÚNAÐARRIT.
49
því eigi greypa hana í brekku eða hól, né hlaða að
henni þrep til að láta heyið inn af, ef fyrirhuguð væri
lenging hennar á þann veginn. Koma þannig hugmyndir
þessar í bága hvor við aðra.
Ennfremur sýnist aksturs-aðgangur að skarnhúsinu
hljóta að vera óhægur, eins og því er fyrirkomið, nema
hann gæti verið við bakgafl þess eða hlið; en þá yrði
grundvellinum að halla þar frá, en það er ekki, sam-
kvæmt myndinni.
Risið á hlöðunni er of lágt, þakið of flatt, a. m. k.
fyrir Suðurland. I byrjun voru járnþökin víða höfð of
flöt á hlöðum. Eru menn nú að hverfa frá því af þeim
ástæðum : 1. að í hvassviðrum blæs vatn fremur inn
undir plötusamskeyti; sjaldan gengið nógu vel frá þeim;
2. aö sé ylur í hlöðunni, hvort heldur er frá heyi eða
aðliggjandi fénaðarhúsum, sezt vatn innan á járnið, er
svo drýpur niður í heyið af langböndunum og veldur
skemdum. Illöðuþak má varla vera flatara en „kross-
reist“ (45°), svo að rakadroparnir leiðist með því út af
veggjum.
Hægra megin hlöðunnar á I. 1.— 2. er að eins sýnt
fjós; en auðsætt er, að annarhvor endi þess gæti verið
hesthús, ef þverþil er sett milli hesta og lcúa. Eins og
húsið er sýnt á myndinni, eru dyr beint úr fjósi í hlöðu,
en það er óhagkvæmt fyrirkomulag sökum þess, hversu
slíkt eykur raka í hlöðunni og kulda í fjósinu. En sé 2, 3
eða 4 yztu básarnir gerðir að hesthúsi, er bót ráðin á
þessu. Kæmi þá þil t. d. í stað 4. milligerðar. Á því
yrðu auðvitað að vera tvennar dyr, sínar á hvorum
gangi; en sjaldan ættu þær að þurfa að vera opnar sam-
tímis. — Birtu yrði þá fjósið að fá fráhliðvegg; gluggar
undir þakbrún þar.
Á mynd I. 1. er skarnþróin (flórinn) of breið,
en gangstétt of mjó. Stéttin á helzt að vera jafnbreið
dyrum, og þær beint fyrir enda hennar.
4