Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 54
50
BÚNAÐARRIT.
Skarnþróin er nægilega breið 39 ' sentímetrar (lág-
stikur; 15 þml.), og enda nægileg 34 sm. í botninn, sé
hún trogmynduð básamegin, eins og vera ber (sbr. IV.
1.), og á dýpt 12 sm. (47« þml.).
Fóðurgangur þarf eigi breiður að vera; 50 sm. (19
þml.) er nægilegt, einkum ef gólf hans er nokkru hærra
en jötubotnarnir, og sé lokur fyrir höfðaopum, svo gefa
megi á jöturnar áður en skepnurnar stinga inn höfð-
unum.
Sé eigi nema eitt skarnauga á vegg, þar sem 10
básar eru í einstæðu fjósi, og skarnhus jafnlangt, er auð-
sætt, að mikið starf verður við að færa til í skarnhúsinu.
Eitt auga fyvir hverja 3 bása mundi létta tilfærsluna.
Ekki er ráð gert fyrir moldarhlöðu (til áburðar-
drýginda) á mynd þessari (og svo var um allar, nema
IV. 1. að nokkru). En hér færi hún bezt við bakgafl
fjóss og skarnhúss. Svínastía gæti þar einnig verið.
Á öllum myndunum er sú vöntun, að ekki er gert
ráð fyrir súrsþró né örnakrá (salerni; sbr. „að ganga
örna sinna"). Súrsþróin færi bezt við innanverðan
bakgall hlöðunnar. Yrði helzt að vera úr steinsteypu.
Örnakráin ætti að vera í sambandi við skarnhúsið, ef unt
er. Hér færi bezt á því húsi yzt yflr horni skarnhússins
við hesthússvegginn. Dyr innan frá hesthúsinu, gegnt
hlöðudyrum. Þak framhald af hinu.
Hagkvæmast væri, að bygging þessi (I.) stæði
bakgafli að brekku eða upphækkun, svo að aka mætti
að innlagsopi efst á göflum heyhlöðu og moldarhlöðu.
En framgaflana yrði þá að færa, ef stækka þyrfti húsin.
Fjósið mætti þó stækka, með því að færa milliþilið, og
minka hesthúsið, án röskunar hið ytra.
Ekki flnn eg svo mjög að því, þótt eigi sé sérstök
lagarþró við fjósið. Betra að blanda áburðinn mold og
mómylsnu, og geyma alt saman í lagheldu skarnhúsi.
Gott að hafa moldarlag á gólfl þess og upp með aksturs-
dyrabyrgingunni.