Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 68
64
BÚNAÐARRIT.
Af sáðtegundum hefir verið pantað með mesta móti,
eða fyrir rúmar 450 krónur, en þó mest af grasfræi,
höfrum og byggi. Af grasfræi hefir verið pantað yfir
150 pd.
Af tilbúnum ábuiði hefir verið pantað fyrir tæpar
300 krónur. Og hefi eg því alls pantað fyrir .hér um bil
kr. 4550,00.
Búfjársýning var að eins haldin ein á Sambands-
svæðinu árið sem ieið. Yar það „héraðssýning", og var
hún fyrir alt Fljótsdalshórað og firðina frá Borgarfirði
til Reyðarfjarðar, en auk þess var öllum gripaeigendum
á Sambandssvæðinu heimilt að koma með gripi á sýn-
inguna og keppa um verðlaun. Sýningin var haldin 19.
júni í Votahvammi, skamt frá Lagarfljótsbrú. Hafði
mér verið falið að sjá um sýninguna, og var eg því við
undirbúning sýningarsvæðisins frá 13. til 18. júni.
Þar sem sórstök og all-ítarleg skýrsla hefir verið
gefin um þessa sýningu, er ekki ástæða til að fara fleiri
orðum um hana hór.
Ferðalög hefi eg haft svipuð fyrir Sambandið þetta
síðastliðna ár og árið áður, en þó nokkuð minni, eða
alls um 115 ferðadaga. Hefi eg ferðast um miðhluta
Sambandssvæðisins, eða flesta hreppa milli Berufjarðar í
Suöur-Múlasýslu og Smjörvatnsheiðar í Norður-Múlasýslu.
Á þessu ferðalagi hefi eg eftir óskum manna framkvæmt
halla- og landmælingar, sagt fyrir um framræslu og áveitu,
valið garðstæði o. fl., gert kostnaðaráætlanir um tún-
girðingar og vatnaveitingar, og haldið fundi og fyrirlestra
þar sem því hefir orðið við komið.
Meðal annars hefi eg mælt fyrir — og gert kostn-
aðaráætlun um — stíflu í svo nefndan Finnsstaðakíl. Kíll
þessi liggur úr Lagarfljóti upp með Finnsstaðanesinu utan
verðu, en úr kílnum liggur keldudrag inn með nesinu
ofanverðu, rótt fyrir neðan Finnsstaðatúnið, en nesinu
hallar því nær öllu að kílnum og keldunni. Þegar
Lagarfljót vex að vorinu, fyllir það kílinn og flæðir inn