Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 70
66
BÚNAÐARRIT.
Skýrsla
til Uúnaðarsambands Austnrlands um störf mín árið 1910.
Helztu störf mín hafa verið þau sem nú skal greina.
5. janúar mætti eg á fundi, er stjórnarnefnd Bún-
aðarsambands Austurlards héit með sór i Vallanesi. Á
fundinum lá meðal annars fyrir bréf frá Bergi Helga-
syni, skólastjóra á Eiðum, þar sem hann fór fram á, að
stjórnarnefnd Sambandsins leyfði fyrir sitt leyti, að eg
tæki að mér að kenna við Eiðabúnaðarskóla einhvern
tíma, þar sem hann sökum heilsulasleika treystist ekki
að kenna sjálfur. Og leyfði stjórnarnefndin það fyrir
sitt leyti. Einnig var mér falið fyrir hönd Sambands-
ins að skoða sauðfjárkynbúið á Hreiðarsstöðum í Fellum,
ásamt hr. fjárræktarmanni Jóni Þorbergssyni, er Bún-
aðarfélag íslands hafði sent til að skoða sauðfé á Austur-
landi og þá var staddur í Vallanesi. Skoðuðum við
Jón kynbótabúið þann 7. sama mánaðar og gáfum stjórnar-
nefndinni sérstaka og all-ítarlega skýrslu um það skömmu
seinna. Er því ástæðulaust að fara um það fleiri orð-
um hér.
9. janúar tók eg við kenslu á Eiðum, og kendi fyrir
skólastjórann frarn að 23. febrúar. Var eg þá settur
skóla- og bústjóri þar, því um það leyti ágerðist sjúk-
dómur skólastjórans, svo hann varð að sleppa allri um-
sjón með skóla og búi. Hélt eg því starfi t.il 6. júní,
er hr. búfræðiskand. Metúsalem Stefánssyni var veitt
skólastjórastaðan og hr. Þorkeli bónda Jónssyni var af-
hentur staður og bú til leigu.
Um skóla- og bústjórn mína er litið að segja. Stund-
aði eg það starf svo vel sem mér var unt og ástæður
leyfðu. Var þar við marga örðugleika að striða, því
fóðurbirgðir skólabúsins voru fremur litlar, en harðindi
svo mikil, að elztu menn muna ekki því lík. Þó björguðust
allar skepnur búsins, og voru flestar í sæmilegu standi,
þegar búið var afhent í fardögum, þrátt fyiir það þó