Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 81
BÚNAÐARRIT.
77
mikla eða góða (bragðgóða) uppskeru eins og jarðeplín.
Hnúðarnir eru minni og miklu óreglulegri og Ijótari að
lögun, líkt og margir samvaxnir, og ódrýgjast þessvegna
meira, þegar þeir eru flysjaðir. En jarðperurnar eru miklu
harðgjörvari en jarðepli og geta lifað í jörðunni yfir vet-
urinn, svo að ekki þarf annað en að skilja útsæði eftir
i jarðveginum til næsta árs, þegar tekið er upp. Einnig
gefa þær svo mikið og gott fóður af stöngli og blöðum,
að það þykir borga sig að rækta þær aðeins þess vegna,
þó ekki sé hirt um undirvöxtinn. Stöngin verður mann-
hæðar há. Bezta uppskeru gefa þær á leirblandinni jörð,
en þola miður þurra sand- eða malarjörð. Þær þurfa
mikinn áburð; sérstaklega þurfa þær mikið kalí, og er
því aska og annar kalíauðugur áburður góður fyrir þær.
Af jarðperum voru fengnir hátt á annað hundrað
hnúðar frá tilraunastöðinni í Ási, og þeir settir í gróðr-
arstöðina. Er oss ekki kunnugt um, að þær hafi áður
verið ræktaðar hér á landi, eða gerð nokkur tilraun til
þess. Þeim er sáð sem jarðeplum. Þær komu allar
upp, og urðu leggirnir nálægt alin á hæð. Er það sæmi-
legur vöxtur, eftir því sem um er að gera á fyrsta
sumri, þvi að hvorki nær grasið eða undirvöxturinn
fullum þroska fyr en 2—3 árum eftir fyrstu sáningu.
Grasið var slegið í haust, en ekki leitað eftir undirvexti,
og er nú eftir að vita, hvernig þeim vegnar næstu árin.
15. Uppskeran í gróðrarstöðinni.
Þegar taldar eru saman afurðir gróðrarstöðvarinnar
af fóðri og matjurtum að þeim undanskildum, sem taldar
eru undir tölulið 11. hór að framan, kemur í Ijós, að
þær hafaíverið þannig: