Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 134
130
BÚNAÐARRIT.
á móti kúnni, nema í Þingeyjarsýslu. Þar eru 12 ær
taldar í kúgildinu.
Misjafnt er það nokkuð, hvað búin borga félags-
mönnum sínum smjörið. Stærri búin og þróttmeiri
borga það vanalega hærra en hin, sem eru minni. Að
öðru leyti er það mest undir sölu smjörsins komið,
hvað hátt verð félagsmenn búanna fá fyrir það. Mörg
búin hafa að undanförnu getað greitt félögum sínum
75—80 aura fyrir pundið, og sum meira, að minsta
kosti síðari árin.
Meðalverð á íslenzku smjöri í Englandi hefir verið,
1902—1910, hér um bil þetta:
Danska matsverðiö:
Árið 1902 78—79 aurar. 94,8 aurar.
— 1903 79 — 80 — 92,0 —
— 1904 76—77 — 98,9 —
— 1905 84—85 — 95,0 —
— 1906 83—84 — 98,7 —
— 1907 82—83 — 97,0 —
— 1908 90—91 — 101,7 —
— 1909 87—88 — 99,0 —
— 1910 91—92 — 100,0 —
í aftasta dálki er tilfært matsverð dönsku smjör-
matsnefndarinnar til samanburðar. En geta má þess,
að flest eða öll árin er söluverðið hærra en matsverðið.
Munar það oft 2—3 aurum.
Þegar borið er saman meðalverðið á íslenzka smjör-
inu og danska matsverðinu, er munurinn að meðaltali
þessi árin 13—14 aurar á pundið. Seinustu árin munar
það þó ekki nema 10—12 aurum. En hér er þ9ss að gæta,
að töluverður hluti af smjöri héðan selst miklu betur en
meðaltalið sýriir. Munurinn á verði bezta íslenzka smjörs-
ins og matsverðinu danska hefir síðustu árin ekki verið
meiri en 6—lOaurar. En að því er lakara smjörið snertir,
er munurinn því miður oft 15—20 aurar. Þó virðist,
sem betur fer, að slæmu smjörsendingunum héðan sé