Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 145
BÚNAÐARRIT.
141
En bændur hafa ekki þózt geta komið því við, að
færa frá nokkru af ánum, og talið, að það svaraði ekki
kostnaði, úr því ekki væri fært frá þeim öllum. Kostn-
aðurinn við rekstur þeirra og smölun væri hinn sami,
hvort sem ærnar væri fleiri eða færri.
Sjálfsagt hafa þeir töluvert til síns máls, er þetta
segja. En ef menn fara alment að girða af fyrir bú-
smala, hver fyrir sig eða margir saman, þá er ráðin bót
á þessu. Þá geta menn fæit frá svo mörgum og fáum
ám, sem þeir vilja. Kostnaðurinn við hjásetu og smölun
ánna er þá horfinn. Þetta ættu bændur á smjöibúa-
svæðunum að athuga.
Meðan ástandið er nú þannig, sem skýrt hefir verið
frá, hvað fráfærurnar eða fráfærnaleysið snertir, heflr
það lítið að þýða, að hvetja, alment til stofnunar nýrra
smjörbúa. Það er að berja höfðinu við steininn og leiðir
ekki til neins.
Hins vegar eru til einstaka sveitir, þar sem flest
eða alt mælir með því, eins og nú stendur, að smjör-
búum væri komið á fót. Nefna má þar Svarfaðardal-
inn sem dæmi. Þar er vel lagað til smjörbússtofnunar;
þóttbýlt og margar kýr. Það er einnig nokkuð langt
síðan, að því máli var hreyft, og einlægt er það öðru
hvoru til umræðu og meðferðar þar í sveitinni. Líkur
eru nú til, að eigi liði mörg ár, þangað til að þar verður
stofnað álitlegt smjörbú.
Komið hefir það einnig til tals, að stofna smjörbú í
Nesjunum í Hornaflrði og við Landbrotsá fyrir Kolbeins-
staða- og Eyjahrepp í Snæfellsnessýslu. Enn fremur heflr
einhveijum góðum manni dottið í hug, að koma mætti
á fót smjörbúi á hentugum stað fyrir Þverárhlíð og efri
hluta Stafholtstungna, er gengi að minsta kosti að vetr-
inum.
Nefna mætti og Síðuna og Landbrotið í þessu sam-
bandi. Þar gæti komið til tals að stofna smjörbú á