Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 158
154 BÚNAÐARRIT.
ágætt smjör. En svo eru aðrar, sem misheppnast það
meira og minna.
Sérstaklega er það nýring rjómans, sem mörgum
þeirra „klórar bakið". En eins og allir vita, er þekkja
til smjörgerðar, þá er sýringin mjög vandasöm, og ekki
á allra íæri, að leysa hana af hendi svo vel sé. Sumar
bústýrurnar hafa aldrei lag á, að búa til almennilega
sýru, og þá er ekki von að vel fari. Meðan svo er
ástatt, álít eg að búin verði að fara varlega í það, að
sýra rjómann.
Reynsla er fyrir því, að ósýrt smjör geymist betur
að öðru jöfnu en sýrt, einkum þó ef sýringin hefir verið
eitthvað gölluð. — í Kanada var fyrir skömmu gerð til-
raun með geymslu á sýrðu og ósýrðu smjöri. Við þá
tilraun kom það í ijós, að eftir 3 vikur var hvorttveggja
smjörið eins. En eftir það fór að halia á sýiða smjörið.
Að iiðnum 5 mánuðum var sýiða smjörið orðið ramt,
og ellibragð komið að því. Ósýrða smjörið hélt sér miklu
betur. — Smjörið var geymt í ishúsi.
Grönfeldt gerði tilraun með ijómasýring 7. jan. til
18. marz 1910. Var reynt bæði með sýru og áfum og
sýrulaust. Aðal-árangurinn af þessum tilraunum var
sá, að þegar rjöminn er sýrður „verður smjörið betra
meðan það er glænýtt, en missir nýjabragðið góða fyrri
en smjör úr ósýrðum rjórna" (Búnaðarritið 1910,
bls. 93).
Með því að strokka rjómann ósýrðnn, fæst að visu
minna smjör. En þuð sJcemmist eJcJci eins fljótt, þótt það
sé lengi gey,mt.
Sýringin getur verið góð, þegar hún er í lagi, og von
er um, að smjörið Jcomist fljótt á marJcaðinn og þnrfi
eJclci að geymad lengi. Hins vegar er hún tvíeggjað
sverð og hæpin mjög í höndunum á fákunnandi og skiln-
ingslitlum bústýrum. Er þá áhættulaust og kostnaðar-
minst, að éiga ekkert við hana. Það eitt er áreiðan-