Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 162
158
BÚNAÐARRIT.
þær nefndar eftir héruðum þeim, sem ullin er frá: 1.
Donskoy & Tractowoe-ull, 2. Liniesky-ull og 3. Svarta-
hafs-ull. TJIlartegundir þessar eru að mestu leyti fluttar
til Ameríku. Donskoy & Tractowoe-uliin er talin bezt
af þessum tegundum. Liniesky ullin er lengri og grófari,
og henni hættir við að vera flókin. Svartahafsullin er
talin betri tegurid; hún er klipt af fénu einu sinni á ári,
en hinar fyrnefndu ullartegundir eru kliptar af fénu haust
og vor og þvegnar í maí og júní. Siðast iiðin tíu ár
hefir mjög lítið komið á markaðinn af Svartahafsullinni,
og er það álit manna, að henni sé blandað saman við
hina fyrnefndu Liniesky-ull, og undir því nafni send til
þvottastöðvanna og þaðan á markaðinn.
Aður en ullin er þvegin, er hún aðgreind eftir lit-
um: hvít, svört og mislit; þvi næst tíndir með hönd-
unum úr henni allir skarnkleptar og rusl; þar næst er
hún vandlega hrist, svo að grófgerð óhreirtindi losni úr
henni. Mjög moldug og flókin ull er barin með flötum
bareflum svo að hún greiðist og þvoist betur: Flókarnir
eru barðir þangað til að þeir greiðast í sundur, og eru
til þess notaðar tréplötur úr pilvið, sem hafa gefist vel
tif þess að greiða flókana. Að afloknum þessum undir-
búningi undir þvottinn er ullin látin i stórt tréker; af-
rensli úi þeim er niður við botninn.
Þessu næst er sjóðhitað vatn úr á eða læk í steypu-
járnskatli. Úr katii þessum er svo hleypt hiriu sjóð-
heita vatni í annað sérstakt ker og blandað þar með
köldu vatni, þar til að hitinn i því er ekki meiri en
43° C, minna ef ullin er ekki mjög óhrein. Þessari vatns-
blöndu er svo hleypt í trékeiið, sem ullin er i, þar til
er hún er öll komin i kaf. Þar er hún svo látin liggja
alt að tveimur klukkustundum, eítir því hve óhrein hún
er og eftir því hve mikil er í henni fitan. Að því búnu
er vatninu hleypt niður um afrenslisopið og út 1 þar til
gerða þró. — í þvottavatnið fer mikið af söltum þeim,
sem eru í sauðfitunni, og er það látið i þessa þró, til