Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 186
182
BÚNAÐARRIT
upp i íyrstu. Það þarf engu siður að hafa tillit til end-
ingarinnar. Það hús er ekki ódýrast, sem kostar minst,
í fyrstu, en er gallagripur að ýmsu leyti og endist þar
á ofan illa. Ódýrast má telja þaö hús, sem samrýmir
flesta kosti og endist bezt, þótt það hafl kostað talsvert
meira i upphafi. Steinhúsin eru vafalaust ódýrustu bygg-
ingarnar, þegar endingin er tekin til greina. Og um leið
verða þau beztu hyggingarnar, ef þau eru gerð svo vel
úr garði, að þau fullnægi öllum kröfum, sem gera þarf
til góðra húsa. Vafalaust er mögulegt að gera þau svo,
þó að það hafl sumstaðar mistekist enn þá hér á landi. Og
við öðru er ekki að búast, á meðan menn eru að reyna
og þreifa fyrir sér.
Byggingarefnið í torfliús og steinhús fáum við að
sumu leyti í landinu oklcar og sumpart frá öðrum
löndum.
Efnið í timburhúsin verðum við alt að haupa frá
öðrum löndum.
Að eins þetta atriði held eg sé nægileg ástæða til
að halda ekki lengur áfram með timburbyggingarnar.
Eg þekki enga þjóð, sem mundi taka það í mál, að
kaupa frá öðrum löndum alt efni til húsagerða.
Árið 1907 keyptum við alls konar byggingaefni fyrir
2132000 kr., og af þvi voru nærri 2/3 partar timbur, eða
1334000 krónur. Og þetta timbur mun að miklu leyti
verða orðið fúið og ónýtt eftir 20—50 ár.
Þetta er alvarlegt umhugsunarefni.
Við komumst vitanlega ekki af án þess að kaupa
allmikið af timbri frö öðrum löndum. En það er mikil
þörf á, að fara að draga úr timburkaupunum. Úr timbur-
kaupunum má dx-aga með tvennu móti, án þess að bygg-
ingunum fari aftur. Og þeim þarf að fara fram eins og
öðru. Fyrst og fremst verða menn að útvega sér end-
ingarbetra timbur en menn nota nú alment. Og í annan
stað verða menn að byggja þannig, að ícomast megi af
með sem minst af timbri.