Búnaðarrit - 01.01.1912, Page 208
204
BÚNAÐARRIT
ekki er óbærilegur, og sérstök frjóefni vanta í jarðveg-
inn, eins og oft á sér stað með hina ódýru fosforsýru
og dýrari saltpétur, væri ekki reynandi að gera tilraun
með tilbúinn áburð, í staðinn fyrir, annaðhvort að láta
uppskeruna t.akmarkast af þvi efni sem vantar eða er
oflítið til, eða þá á hinn bóginn að eyða að óþörfu dýr-
mætum frjóefnum búfjáráburðarins, sem nóg er til af
í jarðveginum, eins og til dæmis köfnunarefni i ræktaðri
mýri og kalí í leirbornum jarðveg?
] 9 ára tilraunir í Askov í Danmörku sýna, að alls
konar jarðargróði, þ. á. m. kartöfiur og rófur, þrífast
fyllilega eins vel af tómum tilbúnum áburði (hafa aldrei
fengið snefil af búpeningsáburði) og af sama frjóefna-
magni í búpeningsáburði. Sama segja svipaðar tilraunir
i öðrum löndum, t. d. í Noregi og Svíþjóð. Þykir mér
ótrúlegt, að íslenzkar jurtir séu tiltölulega tornæmari á
útlenda rétti en við sjálfir, því ekki ber á öðru en að við
lærum býsna fijótt átið á hverju útlendu góðgæti, sem
að okkur er rétt, og finn eg ekkert athugavert við það,
bara ef hæfilega og rétt er valið.
Hér hefir því tilraunastarísemin nóg að vinna, að
velja hina réttu rétti handa jurtunum okkar, í réttum
næringarhlutföllum, og hefir Einar Helgason farið vel af
stað nú síðast.
Bastian Larsen ávarpar landa sína meðal annars á
þessa leið í flugriti sír.u „Notaðu tilbúinn áburð“:
„Tilbúinn áburður getur framleitt eins mikla kartöflu-
uppskeru og búfjáráburður, auk þess sem má spara köfn-
unarefnið þegar hann er notaður. En við það verður
áburðurinn ódýrari, kartöflurnar sterkjumeiri og bragð-
betri.
Notaðu þess vegna eftirfarandi áburð í kartöflu-
garða:
1. 50 kg. Thomasfosfat (eða 35 kg. 20° 'o super-
fosíat) -j- 20 kg. klórkalíum (eða 27 kg. 37°/e kalisalt)